Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 65
Meuntun barna og unglinga.
G5
£>á fyrst er hægt að eiga völ á dugandi mönnum, sem
geti gefið sig alla við embættisstarfi sínu. Eptir kennar-
anum fer kennslan og skólinn. Ef kennarinn er ónýtur,
þá duga lítið fyrirmæli í lögum að öðru leyti.
í lögunum hafa laun kennara því verið bætt að mikl-
um mun. Yfirkennarar í kaupstöðum eru skipaðir afkon-
ungi, aðrir kennendur eru venjulega skipaðir af skólastjórn
í hverju amti, en þess má geta, að ömtin í Danmörku, að
undanskildu Bornholmsamti, eru öll mannfleiri, en allt
Tsland; í sumum ömtunum er jafnvel meira en helmingi
fleira fólk, en á öllu Islandi. Launin eru í upphafi lág,
en fara hækkandi eptir því sem árin líða. I kaupstöðum
eru lægst byrjunarlaun 900—1000 kr. fyrir barnakenn-
ara, en eptir 20 ára þjónustu eiga þau að vera komin
upp í 2000—2400 kr. Kennslukonur fá á sama hátt
700—1500 kr. laun á ári. Yfirkennarar við barnaskóia
eiga að hafa 2000—3600 kr. í laun á ári.
Utan kaupstaðanna eiga allir barnakennarar og kennslu-
konur að hafa ókeypis húsnæði, garð og eldivið auk launa.
Byrjunarlaun kennaranna eru frá 500—900 kr., en fara
svo hækkandi og geta komist upp í 1950 kr. Byrjunar-
laun kennslukvenna við barnaskóla eru 500—700 kr., en
fara svo hækkandi og geta komist upp í 1200 kr. Með
lögunum eru Kaupmannaböfn veittar 170,000 kr. til þess,
að bæta laun kennara sinna, og hafa þau því verið hækk-
uð síðast liðið ár; hæstu laun hafa verið hækkuð úr 2400
kr. upp í 2800 kr.
þ>að hefur áður verið getið um, að Balle biskup hafi
haft mikinn hug á, að bæta kjör barnakennara; hann vildi
meðal annars veita þeim og ekkjum þeirra eptirlaun. Re-
ventlow studdi einnig að þessu, og vildi, að eptirlaun
Lögfræðhigur. Y. 1901.
o