Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 66
66
Páll Briem.
barnakennara yrðu % af laununum og eptirlaun ekkna
þeirra */s af laununum, en enginn gat bent á, hvaðan fjeð
ætti að koma. Eptir lögunum 1814 áttu eptirlaun ekkn-
anna að vera % laununum, og eptirlaun kennarans
voru venjulega eins; áttu þessi eptirlaun að greiðast af
eptirmanninum í embætti lians. þar sem þetta voru mjög
lág eptirlaun, þá gátu uppgjafakennarar ekki lifaðafþeim.
feir voru því opt óhæfilega lengi í embætti sínu, og fengu
sjer opt aðstoðarmenn, sem naumlega voru vaxnir starfi
sínu. Ekkjurnar fóru stundum á sveitina; það kom jafn-
vel fyrir fram undir miðja þessa öld, að þær fóru um og
báðu beininga.
þetta ástand þótti óhæfilegt og skaðlegt fyrir sjálfa
þjóðina. Arið 1856 rar því ákveðið, að barnakennarar
skyldu fá eptirlaun á líkan hátt og aðrir embættismenn,
allt að 2/s af upphæð launanna. Ekkjan fjekk en auk
þess áttu menn þeirra að sjá þeim fyrir iífeyri, svo að
þær fengju '/4 af faunaupphæð manns síns eptir hans dag.
Eptirlaunin eru greidd af skólasjóðum. en ekki af eptir-
manninum í embættinu. Með lögunum 1889 voru eptir-
launakjör kennaranna bætt að nokkru leyti.
Til þess að fá góða barnakennara, þarf að hafa góða
kennarafræðslu. Á síðustu árum hefur kennarafræðslan
verið bætt og aukin afarmikið, og skulum vjer nú athuga
þetta.
fað var aðalstarf skólanefndarinnar um 1800, að
koma á góðri kennarafræðslu. En kennaraskólarnir voru
í fjárþröng og kennaraefnin þaðan þóttu ekki sem best;
fór þá að koma fram óánægja með skólana, og vildu margir
bre}Ta þeim eða leggja þá niður. Kennaraskólinn í Blá-
garði var fluttur frá Kaupmannahöfn 1809 út í sveit, en