Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 67
Menntun barna og unglinga.
67
kennaraskóli Keventlows lagður niður 1824; sama ár var
takmörkuð kennslan við kennaraskólana, og síðan lagðir
niður ýmsir af kennaraskólum prestanna. Ivlenn skildu
ekki enn nauðsyn góðrar kennarafræðslu. Leið nú og beið
svo fram undir miðja öldina; þá fóru ýmsir að sjá, að góð
kennarafræðsla er eitt af aðalatriðum þjóðmenntunarinn-
ar, því að það er kennarinn, sem skapar skólann. For-
vígismaður þessara manna var Monrad biskup, sem þávar
deildarstjóri í kirkju- og kennslumálaráðaneytinu og át'ti
að sjá um menntamálin. Hann fjekk því framgengt, að
kjör kennaraskólanna voru bætt svo, að tillögur til skól-
anna hækkuðu úr 40,000 kr. upp í 80,000 kr. á árunum
frá 4855 til 1860, og var þá meðal annars námsstyrkur
eða ölmusur nemenda hækkaðar úr 4000 kr. upp í 10,000
kr. |>á var einnig sett próf fyrir utanskólasveina og
kennslukonur og veitt fje til framhaldsnáms fyrir þá, sem
tekið höfðu próf. Arið 1867 voru sett ný lög um próf
kennaraefna og hlynnt að þeim, sem lærðu utanskóla eða
á skólum einstakra manna. En þetta reyndist afarilla,
því að þótt ríkisskólar sjeu mjög illir, þegar skólastjóraog
kennara vantar kærleika til lærisveina sinna eða hera enga
umhyggju fyrir þeim. þá hafa ríkisskólarnir þó afarmikla
yíirburði, ef kennararnir eru vaxnir starfi sínu. Tilgangur-
inn hafði verið sá, að efla frelsið, og láta á þann hátt
hvern fá að njóta sín sem best, en reynslan varð allt önn-
ur, því að það er stundum svo, að þegar á að fara betur
en vel, þá fer opt ver en illa. Nemendur hugsuðu að eins
um að ná p'ófi einhvern veginn, og utanaðlærdómur varð
ofan á. Yið próf árið 1890 fjell meira en helmingur nem-
enda eða gekk frá prófi. |>egar Goos var kirkju og kennslu-
málaráðgjafi, fjekk hann því framgengt, að lög voru sett