Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 70
70
Páll Briera.
arsjóði. Arið 1897 var byrjað þar á framhaldsskólum og
veitt til þeirra 1495 kr.; síðan hefur verið veitt til þeirra
árið 1898: 8,504 kr., árið 1899: 20,000 kr. og 1900:
25,000 kr. Að öðru leyti eru unglingaskólar komnir á
miklu fastari fót í Þýskalandi, og því sleppi jeg að tala
um þá hjer.
Ennfremur er lagt talsvert fje fram til þess að bæta
menntun fullorðinna manna með fyrirlestrum, kennslu og
bókasöfnum, en það er ekki rúm til þess, að rita um
það hjer.
Jeg ætla því næst að fara fáeinum orðum um náms-
greinarnar og hag skólanna. Trúbrögð eru kennd í öllum
skólum. Eptir 1870 fóru ýmsir að heimta, að þeim væri
byggt út úr skólunum. En nú virðist þetta að mestu
leyti dottið um sjálft sig. Hins vegar hafa menn á síð-
ari árum farið að heimta, eins og eðlilegt er, að kennar-
arnir væru trúaðir menn. Við kennslu í trúbrögðum á
kennarinn að æfa börnin í því að segja frá með sínum
eigin orðum, en samt mun enn vera þrátt fyrir ýmsar til-
raunir meiri utanaðlærdómur í kristnum fræðum, en vera
her. í dönsku er kennslan bæði munnleg og skrifleg, og
er henni enn talsvert ábótavant í ýmsum skólum; samt
er að koma nokkur breyting á þetta; ýmsir kennarar eru
farnir að fræða meira um fegurð málsins og eðlilega setn-
inga- og orðaskipun en áður, svo og að venja börnin við,
að setja bugsanir sínar fram skriflega.
í rjettritun er farið eptir föstum reglum, en stjórnin
hefur verið nokkuð reikandi vegna ákafa margra sjervitr-
inga bæði meðal málfræðinga og annara, og hefur mikið
tjón hlotist af því.
Skoðunarkennsla er líldega alveg óþekkt hjer á landi,