Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 73
Menritun barna og unglinga.
73
Aður var teiknað eptir myndum, en nú er teiknað eptir
lilutum og stórum myndum, er kennarinn dregur upp á
toflu í skólastofunni; með teikningunni læra börnin að at-
huga, dæma rjett, elska fegurð og snyrtimennsku o. sv. frv.
Með lögunum 1899 var teikning gjörð skyldunámsgrein í
öllum þjóðarskólum í kaupstöðunum.
Leikfimi var ekki nefnd í lagafrumvarpi skólanefndar-
innar 1799, og sýnir það, að hún var þá nær óþekkt. En
um sama leyti var uppi í Danmörku maður, sem Nach-
tegall hjet. Hann sýndi löndum sínum fram á þýðingu
leikfiminnar, og því var hún lögboðin 1814. Fyrir skiln-
ingsleysi og óhlýðni manna var þetta nálega sem dauður
bókstafur, þangað til um miðja þessa öld, en eptir stríðið
1864 fór að vakna áhugi manna á leikfiminni, og nú
hafa menn í Danmörku mætur á öllum líkamsæfingum,
eigi að eins leikfimi, heldur og alls konar leikjum. J>að er
jafnvel komið svo, að barnakennarar eru farnir að kenna
börnum reglulega leiki. Leikfimi er nú skyldunám allra
drengja, og væntanlega verður þess eigi langt að bíða, að
hún verði einnig kennd stúlkubörnum í flestum skólum.
Kennsla í handavinnu stúlkubarna hefur staðið á lágu
stigi í Danmörku, og að því er kennslu í hússtjórnarstörf-
um snertir, stendur Danmörk á baki sumra annara þjóða,
en nú er handavinna og að nokkru leyti hússtjórn orðin
skyldunámsgrein í barnaskólum. Munu því væntanlega
eigi líða mörg ár, þangað til Danir verða eigi eptirbátar
annara í þessum námsgreinum. Á síðari árum er að ryðja
sjer til rúms í Danmörku kennsluaðferð í handavinnu, sem
fundin er upp á þýskalandi um 1860, og er kennd þar
við Schallenfeldssystur.
Heimilisiðnaður hefur verið í apturför í Danmörku