Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 74
74
Páll Briem.
síðari hluta þessavar aldar, en nú er víða verið að koma
á kennslu í heimilisiðnaði; í sambandi við þá hreifingu
stendur kennsla í skólaiðnaði, sem ef til vill á mikla fram-
tíð fyrir sjer.
Umhyggja hinna siðuðu þjóða fyrir börnunum og
æskulýðnum hefur komið fram í fleiru, en kennslu þeirra.
Menn hafa einnig viljað annast heilsu þeirra og vellíðan.
A síðari hlut þessarar aldar fóru menn að heimta
góð skólahús, þrifnað í skólum osf. Arið 1882 var veitt
fje í fjárlögum Dana til þess að rannsaka þetta og fá til-
lögur um þetta. Var síðan sett nefnd í málinu. Hún
sýndi fram á, að barnaskólahúsum var í mörgu áfátt, fyr-
irkomulag þeirra illt, þrifnaður lítill osf. Nefndin vildi fá
sett lög um þetta efni, en almenningur var þá ekki enn
farinn að skilja nauðsynina á að fnllnægja kröfum heil-
brigðisfræðinnar, og því var tillögum nefndarinnar ekki
sinnt. A síðari árum er að vakna talsverður áhugi í þessu
efni. Stjórnin styður af alefli að því, að skólahús verði
byggð samkvæmt rjettum reglum, og að hreinlæti sje haft
í skólahúsunum.1) Astandið er víða hvergi nærri, eins og
það á að vera vera, en þegar ný skólahús eru byggð, þá
eru þau venjulega mjög góð og sumstaðar ágætlega gjörð.
í Kaupmannahöfn og einstöku kaupstöðum er byrjað á
því að hafa skólaböð og að setja sjerstaka skólalækna.
1) Arið 1900 hefur kirkju og kennslumálaráðgjafmn ritað öll-
um skólastjórnum tvö umburðarbrjef (14. febr. og 10. sept.),
þar sem eru nákvæmar leiðbeiningar um skólahús og leik-
fimishús, byggingu þeirra, fyrirkomulag bæði á skólastofum
og kennara híbýlum, hreiniæti, áhöld osfr. Brjefunum fylgja
nákvæmir uppdrættir af mismunandi skólahúsum og leikfim-
ishúsum, þar sem sjest allt fyrirkomulag þeirra nákvæmlega
(Ministerialtidenden for 1900. A. nr. 9 og 32.).