Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 78
78
Páll Briem.
Verð jeg þá að geta þess, að það er eingöngu að
þakka amtmanni C. Bærentsen á Færeyjum, að jeg hef
getað kynnt mjer þetta. Hann hefur af framúrskarandi
góðvild veitt mjer mjög mildar uppiýsingar um skólamál
Færeyinga, og fyrir því vil jeg færa honum þakkir fyrir
bæði fyrir mína hönd og landsmanna minna, sem jeg vona
að muni ekki að eins hafa gaman af, að fræðast um
menntamálið á Færeyjum, heldur og beint gagn, þegar á
að fara að koma einhverju skipulagi á þjóðskólamál vor.
Er þá lýrst til frásagna, að í byrjun 19. aldarinnar
var lagður niður latínuskóli Færeyinga, sem mun hafa
staðið frá því á siðabótartímunum. En um barnamennt-
un Færeyinga fara litlar sögur fram undir miðja öldina.
Árið 1844 voru skólamál Færeyinga tekin til umræðu á
fulltrúaþingi Eydana í Hróarskeldu. Var um þær mundir
einn barnaskóli í Færeyjum. Hann var í £>órshöfn og
einn kennari við hann. Sama árið var stofnaður handa-
vinnuskóli í þ>órshöfn. Hvergi annars staðar voru til
barnaskólar í Færeyjum. Börn lærðu í heimahúsum. En
kennslan var mest fólgin í því, að þau lærðu kristinndóm-
inn og svo að lesa. En þar sem þau hlutu að læra að
lesa á útlendu tungumáli, þá liggur í augum uppi, að
lestrarkunnáttan hefur ekki getað verið mikil.
Eins og áður er getið, voru barnaskólar þá komnir á
um alla Danmörku, og þótti óhæfilegt ástandið á Færeyj-
urn. Var þá það til ráðs tekið, að sett var bráðabyrgðar-
reglugjörð 28. maí 1845 um skólamál í Færeyjum. þ>á
var lögleidd skólaskylda í eyjunum, og voru öll börn frá
7 ára aldri og til fermingar skyld að ganga í skóla, nema
því að eins, að þau fengju fullnægjandi fræðslu á annan
hátt. Skólakennslan átti að vera eigi að eins á veturna