Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 79
Menntun barna og unglinga.
79
lieldur og á sumrin. Sumarleyfið átti að jafnaði að vera
að eins 3 vikur. Börnin áttu að læra trúarbrögð, lestur,
skript, landafræði, sögu og að skilja og tala dönsku vel.
Amtmaðurinn og prófasturinn í Færeyjum áttu að liafa á
liendi yfirstjórn skólamála í eyjunum. J>eir áttu að skipa
barnakennarana og hafa nákvæma yfiiumsjón með öllum
skólum, en í hjeruðum áttu að vera skólanefndir, sem áttu
að liafa umsjón með hverjum skóla, og var presturinn
gerður að skólaumsjónarmanni. I reglugjörðinni var sjer-
staklega ákveðið, að hann skyldi jafnan reyna að vekja á-
huga alþýðunnar f}rrir góðum framförum skólamálanna og
reyna að halda áhuganum við. Prestunum var jafnvel
skipað að hvetja söfnuði sína til þess að gefa til skólanna.
Barnakennararnir áttu að fá eptirlaun.
Keglugjörð þessi var að ýmsu leyti góð, en hún var
byggð á valdboði, og ríkið lagði ekkert fje til skólamál-
anna. Færeyingar áttu sjálfir að leggja fram allt fjeð. |>á
var einokunarverslun í Færeyjum. Menn voru fátækir og
lítt menntaðir. J>að varð því sama reyndin á, sem löngu
áður í Danmörku. Mönnum fannst, að þeir gætu eigi
borið útgjöldin til skólanna. Menn kunnu eigi að meta
gildi menntunarinnar. Keglugjörðin gerði langt um meiri
kröfur til manna, en eðlilegt var.
J>að var reynt að framfylgja reglugjörðinni. J>rátt
fyrir mótspyrnu manna og óhug á henni, varð henni þó
komið á sumstaðar. En yfirleitt var reglugjörðin eins og
dauður bókstafur. Fyrir því var reglugjörðin numin úr
gildi með lögum 1. mars 1854.
Með iögum þessum voru sett. ný ákvæði um skóla-
mál Færeyinga.
í lögum þessum var ákveðið, að setja skyldi gagn-