Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 80
so
Páll Briem.
fræðaskóla og barnaskóla í fórshöfn, og þar var lögleidd
skólaskylda. Utan þórshafnar áttu Færeyingar að hafa
rjett til að hafa uppfræðslu barna, eins og þeim þætti
best, en þó var fyrirskipað, að öll börn skyldu læra kristi-
legan barnalærdóm og lestur. Jafnframt var ákveðið, að
menn skyldu velja skólanefnd í hverri sveit; átti nefnd-
in að sjá um fræðslu barna, og hafði hún heimild til að
gjöra ákvæði um fræðslu þeirra; hún hafði rjett til þess
að setja skóla, jafna niður á menn gjöldum til skólanna
og setja skólaskyldu í sveitum. Skólanefndirnar stóðu
undir skólastjórn Færeyja, og var í henni auk amtmanns
og prófasts einn maður kosinn.
Að fornu liöfðu Færeyingar haft lögþing eins og ís-
lendingar, en það var lagt niður með konungsúrskurði 18.
maí 1816; með lögum 15. apríl 1854 var það endurreist,
og var nú ákveðið, að lögþingið skyldi kjósa 3. inanninn
í yfirstjórn skólanna.
Skólarnir í þ>órshöfn þrifust allvel, og skal síðar verða
minnst á þá. En utan þórshafnar höfðu lögin í upphafi
litla sem enga þýðingu. Börnunum var kennt í heima-
húsum eða á annan líkan hátt. Engir skólar voru stofn-
aðir og ekkert lagt til barnamenntunar af almannafje. fað
var því almennt svo, að börnunum var að eins kennt lít-
ið eitt meira en það, sem minnst var heimtað. J>au lærðu
kristilegan barnalærdóm, lestur og opt dálítið að skrifa.
Liðu svo nokkur ár, að menn gerðu sig ánægða með þetta.
En þegar fór að kom fram yfir 1860, fóru ýmsir að
sjá, að þessi barnafræðsla var eigi fullnægjandi. Eins og
áður er sagt, var lögþingið sett af nýju árið 1854, ein-
okunin var afnumin með lögum 21. mars 1855 ogbreytt-
ist hagur manna við þetta á marga vegu. Færeyingar