Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 82
82
Páll Briem.
barnaskólar, og eru í þessum sóknum um 14000 manns.
þ>að má því heita, að Færeyingar geti nú yfirleitt látið
börn sín verða aðnjótandi kennslu hjá kennurum, sem
hafa fengið sjerstaka fræðslu og undirbúning undir lífs-
starf sitt.
Vjer skulum nú athuga kennarafræðsluna, skólafyrir-
komulagið, kjör kennaranna, eptirlit með skólunum, stjórn
þeirra og fjárframlögur til þeirra.
Árið 1871 var settur á fót kennaraskóli í fórshöfn
og veitt fje til hans úr ríkissjóði Dana. Skólastjórn Fær-
eyja bjó til frumvarp til reglugjörðar fyrir skólann og
sendi kirkju- og kennslumálaráðaneytinu. J>að breytti
frumvarpinu í nokkru og gaf reglugjörðina síðan út 9.
febr. 1871. þ>essi reglugjörð gildir ennþá, en henni hefur
að ýmsu leyti verið breytt síðan, til þess að bæta og full-
komna kennarafræðsluna (sjá Min. Tid. 1871. A. bls. 20—22).
í reglugjörðinni var kennslutíminn ákveðinn tvö ár.
Kennsluárið var talið 50 vikur, 18 kennslustundir á viku
eða 1800 kennslustundir yfir allan námstímann. Árið
1884 var skólatíminn lengdur um 1 ár, og ennfremur
hefur kennslustundum verið fjölgað. Nú eru þær 27 V2 á
viku eða alls 4125 yfir námstímann. og sjest af því, að
nemendur hafa nú meira en helmingi fleiri kennslustund-
ir, heldur en upphaflega.
Samkvæmt reglugjörð kennarskólans á að jafnaði að
eins að taka nemendur á skólann, sem eru milli 18 og
23 ára, og eru inntökuskilyrðin fyrir þá, sem vilja fá inn-
töku í skólann, að þeir geti lesið dönsku vel og viðstöðu-
laust, skrifað, reiknað með heilum tölum og að þeir hafi
nokkra þekkingu í landafræði yfirleitt og sögu Danmerk-
ur; ennfremur eiga þeir að hafa talsverða þekkingu í