Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 84
84
Páll Briem.
komin á fastan fót í Færeyjum. Hjer að aptan er skýrsla
um skólahjeruðin utan J>órshafnar. Af henni sjest, að
árið 1900 voru í Færeyjum 25 skólahús og 27 skóla-
stofur, en á 12 stöðum voru eigi til sjerstök skólahús eða
skólastofur, heldur var barnaskólinn haidinn í leiguhúsum.
Af skýrslunni má sjá, að þetta á sjer að jafnaði að eins
stað á allra fámennustu stöðunum.
í>að sjest einnig af skýrslunni, hvernig skólarnir hafa
risið upp smásaman einn á fætur öðrum.
I>að hefur hvergi verið beitt neinni nauðung til þess,
að fá Færeyinga til þess að koma þeim á fót. En ríkið
befur boðið fram fjárstyrk til skólanna. J>egar menn hafa
viljað koma á barnaskóla, þá hefur mönnum staðið til
boða íjárstyrkur úr ríkissjóði, svo sem nú skal greina:
1. Styrkur til þess byggja skólahús að upphæð 4000 kr.
og skólastofur að upphæð 1400 kr.
2. Styrkur til að launa barnakennurum að upphæð 200
kr. á ári.
3. Launaviðbót til barnakennara.
4. Tillag til eptirlauna fyrir barnakennara.
En skilyrðin fyrir því, að þessi styrkur fáist, er, að
skólahúsið eða skólastofan fullnægi kröfum heilsufræðinn-
ar og sje að öllu leyti vel byggt og traustlega. I skóla-
húsunum á að vera ókeypis bústaður fyrir giptan kennara,
kennararnir eiga að fá að minnsta kosti 200 kr. laun frá
skólabjeraðinu, og sveitarmenn verða að taka á sig skóla-
skyldu.
Skólahúsin eru öll byggð úr steini. Skólastjórnin sjer
um að skólahúsin sjeu byggð samkvæmt rjettum reglum.
Hún lætur taka þau út, þegar þau eru nýbyggð, og þar