Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 85
Menntun barna og unglinga.
85
að auki lætur hún taka þau út 3. hvert ár til þess að
tryggja það, að sveitanefndirnar haldi þeim vel við.
Enginn kennari í Færeyjum má fá minni laun en
400 kr. á ári, en skráin lijer að aptan sýnir, að launin
eru venjulega nokkru hærri.
Barnakennararnir fyrir utan f órshöfn eru 35 að tölu,
og eru 22 af þeim kennarar á fleirum en einum stað. í
skránni hjer að aptan er skólahjeruðunum skipt í deildir
a. b. c. d. þ>ar er fyrirkomulagið þannig, að kennarinn
kennir eitt tímabil ársins í a., næsta í b. o.sv.frv.
Ef tekið er sem dæmi 0. skólahjeraðið, Nes-sókn A.,
þá eru í því tvær deildir:
a. Tofte með Nesi og Saltnesi og
b. Ridevig.
Kennarinn kennir eitt tímabil í Tofte, og þá ganga
börnin í Nesi og Saltnesi þangað; þar er skólahús með
bústað kennarans. Næsta tímabil kennir hann í Kidevig,
og þar er að eins skóiastofa. A þennan hátt kennir
kennarinn í einu skólahjeraði á 4stöðum, í nokkrum hjer-
uðum kennir hann á þremur stöðum, en að jafnaði kenn-
ir hann eigi nema á tveimur stöðum og allvíða að eins á
einum stað.
Af kennurunum hafa 25 ókeypis bústað, en 10 hafa
það ekki. Eins og sjá má á skránni hjer að aptan, eru
iaun kennaranna venjulega yfir 500 kr. og allopt yfir 600
kr. í launum kennaranna er kauplaus bústaður talinn
50 kr.
Barnakennarastaðan í Færeyjum er embætti, og er
embættið veitt af skólastjórninni. Hún skipar barnakenn-
arana og veitir þeim lausn.
Allir skipaðir barnakennarar hafa rjett til eptirlauna,