Lögfræðingur - 01.01.1901, Qupperneq 86
86
Páll Briem.
sem greiðast eiga úr eptirlaunasjóði Færeyja samkvæmt
lögum 29. mars 1893. Eptirlaunin fá barnakennarar yfir-
leitt eptir samskonar reglum, sem aðrir embættismenn.
Barnakennarar eru skyldir að sjá konum sínum fyrir líf-
eyri að sjer látnum. J>að er og heimilt, að veita ekkjum
þeirra eptirlaun úr eptirlaunasjóðnum, en ekki hafa þær
rjett til að fá þau.
Eptirliti með skólunum og stjórn þeirra er vel fyrir
komið.
Eins og áður hefur verið tekið fram, er yfirstjórn
skólamálanna í Færeyjum hjá skólastjórninni. í henni
eiga sæti, eins og áður er sagt, amtmaðurinn, prófastur-
inn og einn maður kosinn af lögþinginu.
Auk þess sem skólastjórnin skipar barnakennarana og
veitir þeim lausn, þá hefur hún yfirumsjón með skólunum,
skipar fyrir um skólagöngu og kennslu í skólunum og hef-
ur yfirumsjón með skólahúsunum (sjá lög 1. mars 1854,
30—31. og 41—43. gr.).
Sveitarstjórnirnar eiga að sjá um, að hvert barn, sem
er fullra 7 ára, fái fullnægjandi kennslu, þær veita fje til
skólanna, þær eru skyldar til að sjá um, að skólahús og
skólastofur sjeu í góðu lagi, og þær kjösa nefndir í hverri
sókn, sem meðal annars eiga að hafa umsjón með upp-
fræðslu barna í hverri sókn, gæta þess að menn ræki
skólaskyldu sína og sjá um skólamálin yfirleitt (sjá lög 28.
febr. 1872, 15. og 16. gr.).
Umsjón með skólunum utan þórshafnar er auk þessa
tryggð á annan hátt. Fyrst og fremst eiga prestar að
hafa nákvæma umsjón með uppfræðslu barna (sjá lög 1.
mars 1854, 39. gr.), og ennfremur eiga prófastarnir að
hafa umsjón með skólunum, þegar þeir vísitera, og loks