Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 88
88
Páll Briem.
hald. e. Sagnafræði. f. Landafræði. g. Enska. h. Talna-
fræði. i. Teikning. k. Söngur. 1. Leikfimi, og eptir því
sem því verður við komið: m. Náttúrufræði og eðlisfræði.
n. J>ýska. o. Franska og p. Norræna ásamt færeysku.
Handavinnuskólinn í |>órsliöfn, sem stofnaður var
1844, var lagður niður með skipulagsskrá 25. apríl 1893
(Min. Tid. 1893. A. bls. 191—192), og eigur hans lagðar
til barnaskólans í þ>órshöfn með því skilyrði, að reist yrði
barnaskólahús í þ>órshöfn, sem væri í alla staði fullnægj-
andi, og að kennd yrði handavinna í barnaskólanum, en
auk þess á að stuðla til þess, að drengir geti fengið kennslu
í skólaiðnaði í barnaskólanum.
I>egar jeg kom við í þórshöfn í fyrra, var verið að
hyggja barnaskóiann. Hann er úr steini, og var mjer skýrt
frá, að hann mundi kosta 50—60 þús. krónur.
Öll kennsla í barnaskólum í Færeyjum er kauplaus.
í gagnfræðaskólanum geta 12 nemendur fengið kauplausa
kennslu, en aðrir borga að jafnaði 48 kr. fyrir kennslu í
skólanum á hverju ári.
þ>ví næst skulum vjer athuga fjárframlögur til alþýðu-
menntunar í Færeyjum.
Samkvæmt upplýsingum frá amtmanni C. Bærentsen
voru útgjöld úr ríkissjóði Dana til barnaskólamála í Fær-
eyjum fjárhagsárið 1898—'99 svo, sem nú skal greina:
1. Til kennaraskólans í þórshöfn . . . kr. 2016.66
2. Kostnaður við hina sjerstöku skoðun
barnaskólanna utan þ>órshafnar . . . — 119.33
3. Tillag til launa barnakennaranna . — 9441.00
4. Tillag til eptirlaunasjóðsins um — 310.00
kr. 11,886.99