Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 90
90
Páll Briem.
Landsmenn eru langt á eptir öðrum og nær ósnortnir af
straumum siðmenningarinnar. En samt taka þeir sig til,
komast í menntamálum inn á braut siðmenningarinn-
ar og eru vel á vegi með að ná samþegnum sínum íDan-
mörku, sem voru hjer um bil hundrað árum á undan
þeim. pað, sem sjerstaklega er aðdáanlegast, það er,
hversu þeir hafa algjörlega komist hjá öllum villigötum og
glapstigum. þ>eir hafa haldið sjer fast á braut siðmenn-
ingarinnar. þeir hafa alveg kauplausa kennslu í öllum
barnaskólum og sýna með því, að þeir finna það að mennt-
un barna og unglinga er málefni, sem varðar þjóðina, og
er miklu fremur þjóðmálefni en einmennismál. þ>eir hafa
lögfest hjá sjer skólaskyldu, og sýna með því, að þeir sjá
að menntun barna og unglinga er undirstaða þjóðmenning-
arinnar. Færeyingar hafa umsjón með skólunum b}'ggða
á þekkingu, og þeir hafa skólastjórn, sem hefur þau ráð,
að viðleitni hennar verður ekki tómur árangurslaus barn-
ingur, heldur getur hún fengið fyrirætlanir sínar fram-
kvæmdar.
Færeyingar hafa meira að segja varast þá villigötu,
að setja kennaraskólann annars staðar en í aðalbæ sinn,
og þetta liggur þó svo nærri. þegar fáfróðir bændur á
lágu stigi koma í kaupstaðinn, verða þeir ölvaðir, og á
meðan víman er að renna af þeim, barma þeir sjer yfir
spillingu kaupstaðarins, og svo tortryggja sveitamennirnir
það, sem þeir þekkja ekki, því að tortryggnin er varasemi
vanþekkingarinnar.
|>að varðar mest til allra orða, að undirstaðan rjett
sje fundin; það sem er hið aðdáanlega í fyrirkomulagi
Færeyinga er einmitt það, hversu undirstaðan hefur verið
rjett lögð. f>að er vafalaust margt, sem hefur stutt að