Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 91
Menntun barna og uuglinga.
91
þessu, en að mínu áliti er þetta mest að þakka skóla-
stjórn Færeyinga. Hún lagði í upphafi plan fyrir því,
hvernig fyrirkomulag skólamálanna skyldi vera, og því
plani hefur verið fylgt. |>að er svo óþekkt hjer á íslandi
að plan sje lagt fyrir því, sem á að framkvæma, að það
er ekkert orð til í tungumáli þjóðarinnar yfir þessa hug-
mynd. |>að hefur verið útlagt með áætlun, fyrirætlun,
ráð, ráðabrugg, fyrirmynd o. sv. frv., en ekkert þessara
orða felur í sjer hina rjettu hugmynd, og því held jeg
hjer orðinu plan.
Arið 1876 sendi skólastjórnin plan um byggingu á
skólahúsum og skólastofum í Færeyjum til stjórnarinnar.
Eptir því þurfti að byggja 32 skólahús og 17 skólastofur
í Færeyjum. Tillag ríkissjóðs til þeirra átti að vera 151,
800 kr. fá voru Færeyingar um 10,000 og fjárframlög-
ur úr ríkissjóði liðlega 15 kr. á mann. Ef miðað er við
mannfjölda hjer á landi, þá er þetta sama, sem hjer á
landi væri lagt plan fyrir því, að greiða úr landssjóði
1,153,680 kr. til skólahúsa í sveitum. Stjórnin í Dan-
mörku fjellst á plan skólastjórnarinnar, og nú er planið
áð mestu leyti komið í framkvæmd. Færeyingar hafa nú
hjer um bil lokið við að byggja skóla sína. Skólahúsin
eru bvggð af steini og vel gjörð og vandlega, og því er
auðsætt, að Færeyingar hafa orðið að leggja mikið fram
til þeirra (sjá Tillæg A. til Rigsdagstidenden 1888—89.
bls. 706—720).
Eins og áður er sagt, hefur hvergi verið beitt nauð-
ung til þess að fá Færeyinga til þess, að koma á fót hjá
sjer skólum, en þeim hefur staðið til boða fjárstyrkur úr
ríkissjóði til þess. petta hefur reynst hinn rjetti og góði
vegur.