Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 92
92
Páll Briem.
Jeg vil leyfa mjer að taka npp orð amtmanns Bæ-
rentsens í brjefi til mín um þetta efni, því að þau sýna
svo Ijóslega, hvernig reynslan hefur verið. En orðin hljóða
þannig:
»Að því er snertir reynslu þá, sem fengin er, síðan
byrjað var að koma skipulagi á skólamálin hjer í Færeyj-
um. þá hygg jeg, að það verði sagt með fullri vissu, að
hún hafi fullkomlega sýnt það og sannað, að skipulagið
liafi verið byggt á alveg rjettum frumreglum. Skólunum
hefur aldrei verið komið á með nauðung, en ríkið hefur
boðið fram fjárstyrk og aðstoð til þess að koma þeim á
fót, ef menn vildu. A þennan hátt hefur verið reynt að
koma skólunum á fót í einu hjeraði á fætur öðru. jpessi
aðferð hefur átt vel við hugsunarhátt fólksins, og það er
sjón sögu ríkari, þar sem skólarnir eru komnir á fót ná-
lega alls staðar í Færeyjum, að það hefur verið vel hægt
að hafa þessa aðferð. J>að má auðvitað geta þess, að þótt
skólarnir hafi komist á fót, þá hafa margir menn verið
þeim mótfallnir í sumum skólahjeruðum, og það hefur
víða þurft að hafa milda þolinmæði og fortölur til þess
að vekja nægilegan áhuga hjá mönnum fyrir skólunum.
Aðferðin til þess að koma skólunum á fót hefur auðvitað
haft í för með sjer, að ekki hefur verið hægt að fara á-
kveðna boðleið. Uppkoma skólanna hefur einkum verið
komin undir því, hvort presturinn í skólahjeraðinu eða
einhver málsmetandi maður í því hefur haft áhuga á mál-
inu eða ekki.«
pað vantar enn nokkuð á, að skóiamál Færeyinga sjeu
komin í vel gott lag. Sjerstaklega standa hin lágu laun
kennaranna skólunum fyrir þrifum, og svo er unglinga-
fræðsian enn allt of lítil.