Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 93
Meantun barna og unglinga.
93
þegar launin eru mjög lág, þá geta menn ekki átt
kost á að fá vel góða menn sem barnakennara. Kennar-
arnir þurfa að bafa svo góð laun, að þeir geti keypt sjer
bækur og fylgst með í fræðigreinum þeim, sem þeir eiga
að kenna börnunum. Börnin þurfa ennfremur að fá ein-
hverja fræðslu eptir fermingaraldurinn. En eins og jeg
hef tekið fram, þá er nú í ráði að bæta kjör kennaranna,
og það er einnig að vakna áhugi bjá Færeyingum á ung-
lingamenntuninni. Síðast liðið haust var þannig komið á
fót lýðháskóla í Færej'jum fyrir karla og konur.
þ>að er því auðsætt, að menntun Færeyinga muni
bráðlega taka miklum umbótum. þ>að, sem vantar til
þess, að menntamál þeirra komist í vel gott lag, er fjeð,
en þar geta Færeyingar haft ýms úrræði. Ef þeir fengju
kaffi- og sykurtoll, eins og vjer hjer á íslandi, og legðu
hann til þess, að efla menntun barna og unglinga, þá
myndi menntamálum þeirra vera borgið. En þótt svo
verði eigi, þá munu Færeyingar finna einhver ráð til þess
að fá nægilegt fje til skóla sinna. |>að mun sýna sig,
að þess verður eigi langt að bíða, að Færeyingar koma
skólamálum sínum í ágætt horf, og það mun sýna sig,
að Færeyingar eiga mikla og góða framtíð í vændum.