Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 100
100
Páll Briem.
miklar bænagjðrðir, tíðar kirkjugöngur og að gjöra trú-
arlieit.«
En Lúter gekk lengra, því að hann sagði, að dag-
lega lífið heimtaði skóla og menntun. »pó að mennirnir
hefðu enga ódauðlega sál, og þó að hvorki væri til himna-
ríki eða helvítin, þá þyrfti samt að hafa skóla, sagði hann.
»fetta getum vjer lært af heiðingjunum, einkum Grikkj-
um og Rómverjum, sem sýndu svo mikla ástundun, og
báru svo mikla umbyggju fyrir uppeldi og fræðslu sveina
sinna og ungra stúlkna, að kristnir menn mega skamm-
ast sín, er þeir hugsa til þess.«
Lúter sá betur en nokkur maður bæði fyrir hans
daga og um hans daga, hversu bóklega menntunin var
nauðsynleg. En þess má ennfremur geta, að Lúter var
fyrstur manna til þess að láta líkamlega vinnu njóta verð-
skuldaðs heiðurs.
Fyrir siðabótina má telja að líkamleg vinna væri lít-
ils metin, en eptir hana hefur hún jafnan verið höfð í
heiðri, og þess ber vel að gæta, að þegar Lúter talar um
gott uppeldi barna, þá hefur hann í huga fræðslu barna
bæði til munns og handa. Lúter talar auðvitað ekki beint
um handavinnuskóla, en hann talar um nauðsynina á að
kenna börnum handavinnu, og því er krafan um handa-
vinnukennslu í skólum bein afleiðing af orðum hans.
Annars skal jeg ekki fjölyrða um þetta, en jeg vil
taka hjer upp orð eptir ameríkskan vísindamann, sem sjer-
staklega hefur í mörg ár rannsakað skólamál þjóðverja, og
meðal annars dvalið 4 ár á J>ýskalandi til þess, að kynna
sjer þau sem best. Honum farast þannig orð:
»Lúter gjörði f>jóðverjum ómetanlegt gagn, að því er
snerti uppeldi barna. petta kom sjerstaklega fram í tveim-