Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 104
104
Páll Briem
árar í bát. Menn hjeldu uppi skólunum að einbverju
leyti, og sumstaðar komu menn skólamálum sínum í all-
gott lag þegar á 17. öld. |>annig stofnaði Ernst hertogi
í Gotha skóla, sem þóttu svo góðir, að það var haft að
orðtæki, að bændurnir í hertogadæmi hans væru mennt-
aðri, en aðalsmennirnir annars staðar á |>ýskalandi.
J>að er ekki rúm til þess að tala um hin einstöku
ríki á J>ýskalandi. |>au fylgdust yfirleitt að í skólamál-
um, en Prússland hefur þó að jafnaði verið fremst í flokki
og er það að ýmsu leyti enn. |>ess vegna vil jeg sleppa
öðrum ríkjum, en tala um Prússland og skýra nokkuð frá
skólamálum þar, en jeg vil taka það fram, að hin ríkin
á fýskalandi standa einnig mjög framarlega, að því er
snertir barnamenntun. [>að er þá fyrst til frásagna um
Prússland, að árið 1540 skipaði Jóakim, kjörfursti Prússa
í kirkjuordinansíu, að stofna skóla í öllum bæjum, og ár-
ið 1573 var meðhjálpurunum boðið að annast fræðslu
barna í kristnum fræðum, en það var fyrst nokkru eptir
þrjátíu ára stríðið (1662), að skipað var að setja á stofn
skóla í sveitaþorpum. Fyrir þann tíma voru skólarnir al-
gjörlega háðir kirkjunni, en þegar ríkið fór að hafa af-
skipti af skólum í sveitum, þá er talið, að það hafi byrj-
að að taka að sjer stjórn skólamálanna. Arið 1687 var
stofnaður ofurlítill kennaraskóli, en hans er að litlu getið,
og má segja, að það væri fyrst á dögum píetista að veru-
leg breyting færi að komast á skólamál Prússa.
Eins og áður er sagt, stofnaði helsti forvígismaður
píetista, Agúst Hermann Francke, fátækraskóla og munað-
arleysingjahús. [>að hefur áður verið sagt frá tildrögun-
um til þess, að hann fór að hugsa um menntun almenn-
ings.