Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 105
Menntun barna og unglinga.
105
J>að er sagt svo frá, að hann hafi á páskum árið 1695
fundið 7 gyllinl (kr. 10,50) í ölmusukassanum og orðið
þetta að orði: »þetta er mikið fje. J>að er hægt að
gjöra eitthvað með því. Jeg skal byrja skóla fyrir fátæk
börn með því«. Francke var fátækur maður, en hann
treysti guðí og góðgirni manna. Hann byrjaði fátækra-
skóla um haustið, og honum varð svo að trú sinni, að
hann gat stofnað kennaraskóla, latínuskóla, barnaskóla og
munaðarleysingjahús. J>egar hann dó voru lærisveinar,
kennarar og aðrir, sem störfuðu við skóla hans og stofn-
anir, um 3200 að tölu, og þessu öllu var haldið uppi
með gjöfum guðhræddra og góðra manna. Skólastofnan-
ir Franckes standa enn þann dag í dag.
Friðrik Vilhjálmur fyrsti Prússakonungur (1713-1740)
studdi pietista, og er talið að saga hinna prússnesku þjóð-
skóla hafi byrjað á hans dögum. Hann stofnaði 1800
skóla í ríki sínu og bauð þegnum sínum, að láta börn
ganga reglulega í skóla bæði sumar og vetur, en það, sem
var mest um vert, var kennarafræðslan, sem kom upp á
Prússlandi um hans daga.
Meðal annars stofnaði Francke kennaraskóla, sem
mikið orð fór af. Eptir dauða Franckes voru stofnaðir
nokkrir kennaraskólar á Prússlandi, sem síðan hafa orðið
til fyrirmyndar um allan hinn siðaða heirn. Friðrik mikli
Prússakonungur (1740-1786) fylgdi kenningum uppfræðslu-
manna og hafði þá sannfæringu, að menntunin væri mátt-
arstoð þjóðvelmegunarinnar. Hann setti skólalög árið 1763,
sem gilda að ýmsu leyti enn; þar jók hann svo skóla-
skyldu barna, að hún er síðan frá 6 ára til 14 ára ald-
urs. Hann lagði fje til skóla og studdi menntun barna
og unglinga á margan hátt.