Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 106
106
Páll Briem.
Prússar voru langt á undan öðrum þjóðum. f>eir
höfðu meiri skólaskyldu, en ýmsar siðmenningarþjóðir
hafa enn í dag; þeir höfðu barnaskóla um allt land, og þeir
höfðu sjerstaka skóla til þess að fræða og mennta kenn-
araefni sín. En þrátt fyrir þetta má enginn ætla að
menntun almennings hafi verið í góðu lagi, ef miðað er
við kröfur nútímans.
Skólarnir voru illa sóttir, skólahúsin ljeleg, kennar-
arnir voru víða mjög ljelegir, og margir þeirra höfðu ekki
fengið neina kennarafræðslu. f>eir voru mjög illa launað-
ir. og margir þeirra höfðu orðið barnakennarar, af því að
þeir höfðu ekki dugað til annars. Sjerstaklega voru skól-
arnir mjög bágbornir í sveitunum; stafaði þetta meðal
annars af hag bænda. J>eir voru háðir aðalsmönnunum,
en aðalsmenn vildu helst halda bændunum í fáfræði og
vanþekkingu.
Prússar höfðu bæði skólaskyldu og kennarafræðslu,
en það sem vantaði var kærleiki tilskólanna, virðing fyrir
menntuninni og sannfæringin um, að hún væri skilyrðið
fyrir velgengni þjóðarinnar. f>að vantaði siðferðislegt þrek
til þess, að leggja á sig byrðar til þess að mennta börn-
in og unglingana. f>að vantaði föðurlandsástina. En allt
þetta kom, þegar hörmungarnar dundu yfir Prússa í byrj-
un þessarar aldar, eins og jeg hef minnst á í innganginum.
í>á fengu Prússar og í raun rjettri pjóðverjar yfirleitt
nýjan hug og dug. Konungar og þjóðhöfðingjar, embætt-
ismenn og aðalsmenn, ráðandi menn og rithöfundar voru
allir samhuga um að hefja liina þýsku þjóð, með því að
bæta menntun barna og unglinga með góðri skólakennslu.
f>að komst enginn betur að orði, heldur en heimspeking-
urinn Fichte. Hann sagði svo 1808 í ræðum til hinnar