Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 109
Mevmtun barna og unglinga.
109
langt og eru venjulega merkir skólamenn. J>eir hafa ekki
annað á hendi en skólaumsjónina.
Loks eru skólanefndir fyrir hvern skóla, og eru nefnd-
armenn kosnir til 3 ára. Stundum er þó stóreignamað-
ur stjórnari skólans eða þá kirkjufjelag, ef hann hefur
upphaflega verið stofnaður af þeim.
Jeg hef nefnt þetta hjer, af því það er miklu fremur
að þakka landstjórninni, heldur en almenningi, hversu
skólar Prússlands hafa komist á hátt stig. Hún hefur
sjeð um það, að í stjórn skólanna væru hinir hestu skóla-
menn. Annars staðar hefur opt mátt segja um skólamál-
in, að blindur hafi leitt blindan, en þjóðverjar hafa látið
þá stjórna, sem höfðu besta þekkingu í skólamálum og
sem höfðu opið auga fyrir því, sem mest gat orðið mennt-
un þjóðarinnar til eflingar. Ennfremur hafa þeir haft
fróðari og betri umsjónarmenn, en nokkur önnur þjóð, og
í sambandi við þetta stendur framúrskarandi umhyggja
fyrir bennarafræðslunni, sem vjer skulum nú athuga.
Barnakennarar eru að jafnaði komnir af alþýðufólki.
Eins og áður er sagt, ganga öll börn í Prússlandi í barna-
skóla, svo að barnakennarar þekkja öll börn í landinu.
|>egar einhver drengur er gáfaður, námfús og lipur, fer
kennarinn að hugsa með sjer, að þarna sje kennaraefni.
Hann lætur þennan dreng hjálpa sjer við kennsluna. Hann
ráðgast svo um við foreldra hans, hvort ráðlegt sje, að
drengurinn verði kennari, drengurinn er spurður um það,
hvort hann langi til þess, og það er leitað álits prestsins
og skólaumsjónarmannsins.
Ef foreldrar drengsins geta að einhverju leyti kostað
hann, þá styrkja þau hans til námsins, en þó að þau sjeu
svo fátæk, að þau geti ekkert gefið með honum, þá er það