Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 110
110
Páll Briem.
ekki til hindrunar, því að ríkið leggur þá til allan kostn-
aðinn. þ>að er auðsætt að þetta er ekki þýðingarlítið fyrir
drenginn. Hann getur á þennan hátt komist í stöðu,
sem er almennt höfð í heiðri, og þó að kennaralaunin sjeu
lág, þá finnst fátæklingum mikið til um þau.
þ>að er borin umhyggja fyrir því, að þeir, sem ríkið
styrkir til þess að stunda kennarafræði sjeu ágætlega
heilsugóðir, liprir í framgöngu og hafi aðra eiginleika, sem
gefa vonir um að þeir verði góðir barnafræðarar.
Kennaraskólarnir eru venjulega tvenns konar. Und-
irbúningsskólar og kennarafræðsluskólar.
þ>eir, sem vilja komast í undirbúningsskólana, verða
að taka próf, sem sýni, að þeir hafi lært allt, sem á að
kenna í barnaskólunum. Nemendur eru þrjú ár í undir-
búningsskólunum, og geta svo gengið í kennarafræðsluskóla.
Kennarafræðsluskólarnir eru 122 í Prússlandi; eru 111
fyrir pilta, en 10 fyrir stúlkur og 1 bæði fyrir pilta og
stúlkur.
í kennarafræðsluskólana eru menn teknir eigi yngri
en 17 ára og eigi eldri en 24 ára. Skilyrði fyrir inntök-
unni er gott siðferði, góð heilsa og inntökupróf. |>eir, sem
vilja fá inntöku, eru skoðaðir vandlega af lækni, og er
gengið ríkt eptir því, að enginn sje tekinn í kennaraskól-
ann, nema hann hafi góða heilsu.
Um inntökuprófið vil jeg fara nokkrum orðum, því
að mjer virðist það sýna betur, en margt annað, á hverju
stigi kennarafræðslan er í Prússlandi.
Prófið er bæði skriflegt og munnlegt.
Yið skriflega prófið eiga inntökusveinarnir að gjöra
dálitla ritgjörð um efni, sem þeir þekkja af eigin sjón og
reynd og.leysa úr ýmsum spurningum, sem þeir geti svar-