Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 112
112
Páll Briem.
11. Leikfimi. Er þar heimtað að inntökusveinar kunni
alla þá leikfimi, sem á að kenna í barnaskólum.
þ>að sjest af þessu, að inntökusveinar verða að hafa
talsvert yfirgripsmikla þekkingu í mörgum fræðigreinum,
og hversu kennaraskólarnir standa vel að vígi með að veita
lærisveinum sínum góða þekkingu.
Nemendur eru þrjú ár í kennaraskólunum. |>eir eru
vanalega 90—100 í einum skóla. þ>eir fá mikla verklega
æfingu í að kenna. Venjulega er barnaskóli í sambandi
við kennaraskólann með 2—300 börnum. Við marga
kennaraskólana hafa nemendur heimavist í skólanum, og
kostar hún nemendur 63 aura á dag.
Bæði þeir nemendur, sem hafa heimavist, og þeir,
sem búa annars staðar, eru undir umsjón.
Eptir þrjú ár taka nemendur kennarapróf. Síðan eiga
þeir að kenna 2—5 ár undir umsjón góðra kennara. J>ví
næst eiga þeir að taka próf í annað sinn, og að því búnu
geta þeir fengið barnakennaraembætti.
Laun barnakennara í Prússlandi eru lág. þ>au hafa
farið hækkandi á síðari árum. Árið 1896 voru þau að
meðaltali 1425 kr., en laun kennslukvenna 200 kr. lægri.
Eptirlaun þeirra og ekkna þeirra eru svipuð sem í Dan-
mörku. Því næst skulum vjer athuga kennslu barnanna
dálítið.
Er þá fyrst að geta þess, að það er mjög einkenni-
legt, að í Prússlandi eru skólastofurnar ákaflega stórar og
kennarar kenna mjög mörgum börnum í einu. Árið 1896
voru börn, sem barnakennarar kenndu í einni skólastofu,
að meðaltali 59 í bæjunum, en í sveitum 70. Hvergi í
Prússlandi voru þetta ár færri en 51 barn í skólastofu, en
sumstaðar voru þau meira en eitt hundrað; jeg vil taka