Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 113
Menntun barna og unglinga.
113
það fram, að börnunum er kennt öllum saman í einu. í
Danmörku er börnum venjulega að eins kennt um 30 í
einu, en kennarar kenna þar venjulega 36 stundir á viku;
í Prússlandi kenna þeir aptur á móti að eins 32 stundir
á viku og opt ekki nema 24 stundir, en kenna miklu
tieiri börnum í einu.
J>að er auðsætt, að þetta hefur ákaflega mikla þýð-
ingu, bæði að því er snertir kostnað og barnafræðslu. —
J>að er auðsætt, að barnakennslan er þeim mun kostnað-
arminni, sem komast má af með færri kennara. en það er
á hinn bóginn ekki síður ljóst, að það þarf mikla kennslu-
hæfileika til þess, að geta kennt 60 börnum í einu, svo að
vel fari. En eins og vjer böfum sjeð, þá eru kennararnir
í Prússlandi ágætlega búnir undir störf sín. þ>egar jeg
var í Berlín í fyrra vetur, var jeg þar við barnaspurning-
ar. Presturinn, sem fræddi og spurði, var að eins einn,
en börnin um 400, og þó gat jeg eigi sjeð betur, en að
þau öll, að engu undan skildu, fylgdust með spurningun-
um og fræðslunni með lifandi áhuga. Kennsluaðferðin
var næsta ólík kennsluaðferð þeirri, sem jeg átti að venj-
ast í latínuskólanum.
Börnin í prússnesku barnaskólunum eiga að hafa þess-
ar bækur og áhöld: lestrarbók, reikningsbók, sálmabók og
aðrar bækur, sem þarf við trúarbragðakennsluna, reikn-
ingsspjald, penna og griffil, njarðarvött og reglustriku,
dagbók til þess að skrifa í athugasemdir, skrifbók, bók til
að skrifa í stíla og ritgjörðir, og loks hafa börn í efri
bekkjunum teiknibók.
Börnin þurfa ekki að liafa landafræði, sögu o. s. fr.
þetta sýnir að nokkru leyti kennsluaðferðina. Kennarinn
Lögfræðingur. Y. 1901.
8