Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 114
114
Páll Briem.
fræðir um landafræði, sögu o. s. fr., og börnin rita svo
hjá sjer til minnis í dagbókina.
1 upphafi kennslustundanna spyr kennarinn börnin
venjulega um það, sem hann fræddi þau um dagirm áður;
síðan fer hann að fræða börnin, og spyr þau jafnframt,
svo að honum sje ljóst, að þau fylgist öll með. Kennar-
inn hefur ekki bók sjer til hliðsjónar í kennslustundunum
því að bæði hefur hann fengið ágæta fræðslu, og svo býr
liann sig undir kennslustundirnar. Fyrir þetta vcrður
kennsla hans bæði frjálsleg og fjörmikil, og fyrir þetta er
skilningslaus uianaðlærdómur óþekktur í barnaskólum
Prússlands. Kennararnir eru blíðir og góðir við börnin;
kennurum þykir vænt um börnin og börnunum um kenn-
arana. Börnin eru mjög siðleg í kennslustundunum;
kennslan er svo fjörleg, að þau fylgjast öll með og hafa
ekki einu sinni tíma til að hafa nokkur ólæti í frammi.
Auðvitað eru til undantekningar frá þessu, en þær eru
sjaldgæfar.
fað sjest af þessu, að barnakennarinn í Prússlandi
er sannkallaður barnafræðari. Börnin læra af honum,
hann sýnir þeim liluti og skýrir allt svo vel fyrir þeim,
að það má segja, að hann leggi allt upp í hendurnar á
þeim. En þau læra ekki að hjálpa sjer sjálf, svo sem
æskilegt væri, eins og þó er einmitt tilgangurinn sam-
kvæmt kenningum Pestalozzis. J>að getur verið, að þetta
stafi af því, að kennararnir hafi of mörg börn í kennslu-
stundunum, en ef til vill stafar það af aldarandanum í
Prússlandi, sem fremur heimtar auðsveipnisanda en sjálf-
stæðan rannsóknaranda hjá almenningi.
Prússar hafa gengið á undan, að því er snertir skóla-
hús og skóiaáhöld. þannig hefur prófessor Cohn í Breslau