Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 116
110
Páll Briem.
um til fyrirmyndar í því efni. En liinn síðasta manns-
aldur hafa þeir verið að finna nýjar brautir, að því er
snertir menntun unglinga. Aðrar þjóðir hafa á síðasta
mannsaldri tekið barnamenntunina svo rækilega til með-
ferðar, að þær eru jafnvel að komast fram úr J>jóðverjum
að sumu leyti. En að því er snertir menntun unglinga,
eru aðrar þjóðir sem börn hjá þjóðverjum. pað er meira
að segja svo, áð aðrar þjóðir eru ekki enn farnar að sjá,
hvar, ef svo má segja, fiskur liggur undir steini. Jeg tók
það fram í innganginum, að íslendingar þyrftu að leggja
sjerstaka áherslu á menntun unglinga, og þess vegna er
öldungis nauðsynlegt að athuga, hvernig unglingamenntun
er háttað á |>ýskalandi.
Unglingakennslan á uppruna sinn að rekja til siða-
hótarinnar. í kirkjuordinansíu Jóhannesar Bugenhagens,
sem var lögtekin í Danmörku og hjer á landi, var prest-
um í sveitum skipað að kenna alþýðufólki kristindóminn.
Kirkjuordinansíurnar á |>ýskalandi voru samkvæmar þessu,
og þar var þeim hlýtt. Prestar kenndu alþýðumönnum,
einkum unglingum, kristindóminn á sunnudögum annað-
hvort rjett eptir messu, eða þá síðari hluta simnudagsins,
og þess vegna var farið að kalla þetta »sunnudagaskóla«.
Upprunalega voru fólki að eins kennd kristin fræði í
þessum »sunnudagaskólum«, en síðar var farið að kenna
bildungswescn. Herausgeg. von 0. Pache 8.-9. Jahrgang.
Wittenberg. 1899—1900. E. Billeb, Die Fortbildungsschule.
Leipzig. 1896. J. Xioszen, Die Fortbildungsschule. Kompteu.
1899. C. Roscher, Gewerblicher Dnterricht i Handwörter-
buch der Staatswissenschaften 2. Aufl. IY. Jena. 1900. Einnig
eru dálitlar upplýsi)igar um menntun unglinga í þVskalandi
í sumum ritunum, sera vísað or til á bls. 98 hjer að framan.