Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 117
Menntun barna og unglinga.
117
|tar lestur, skript og reikning. Eptir að pietistar komu til
sögunnar í lok 17. aldar, í'engu sunnudagaskólarnir í pýska-
landi rnikinn vöxt og viðgang. A 18. öld voru sunnu-
dagaskólarnir lögboðnir í flestum ríkjum á pýskalandi t.a.
m. Prússlandi, Baden, Bayern o. sv. frv. pá urðu þeir
reglulegir unglingaskólar, og var skýrt tekið fram, að til-
gangur þeirra væri sá, að stuðla til þess. að æskulýður-
inn hjeldi við því, sem hann hefði lært í barnaskólunum.
Unglingarnir voru skyldaðir til þess með lögum, að ganga
í sunnudagaskólana. Skólaskylda þeirra var venjulega til
18 ára aldurs, og í höfðingjadæminu Hohenzollern var
henni jafnvel haldið til 20 ára aldurs. [3að var gengið
ríkt eptir því, að skólaskyldunni væri fullnægt, og í sum-
um ríkjum gátu unglingar ekki orðið aðnjótandi ýmsra
borgaralegra rjettinda, nema því að eins, að þeir hefðu
fullnægt skyldu sinni. að ganga í sunnudagaskóla.
Sunnudagaskólarnir gátu auðvitað að eins veitt mjög
ófullkomna menntun bæði af því, að fræðslutíminn var
mjög lítill, af því að góða kennara vantaði og af því, að
tillögur til þeirra voru mjög litlar. fegar fræðsla barna
í barnaskólunum fór að batna og verða fullkomnari, þá
ætluðu menn í surnurn ríkjunum, að eigi væri þörf á, að
halda sunnudagaskdlunum lengur. Fyrir því voru laga-
fyrirmælin um þá sumstaðar numin úr gildi t. a.m. í
Baden, og sumstaðar var þeim ekki framfylgt t. a. m. á
Prússlandi.
Um miðja 19. öld var lögleitt atvinnufrelsi, ogleystust
þá sundur gildi og iðnfjelög, en sunnudagaskólar, sem þau
höfðu styrkt, fjellu niður eða lömuðust meira og minna.
Sunnudagaskólarnir lögðust samt eigi alveg niður, en
það kom yfir þá deyfð og doði. Almenningur sinnti þeim