Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 118
118
Páll Briem.
lítið. Álmenningur ímyndaði sjer, að frelsið væri full-
nægjandi lyptistöng til þess að hefja þjóðina. En svo kom
reynslan; hún talaði dálítið annað mál, og þá stóðu þ>jóð-
verjar þegar á svo háu stigi, að þeir sldldu mál reynsl-
unnar.
Um miðja 19. öld tóku náttúruvísindin miklum fram-
förum, atvinnufrelsi jókst og verslun og samgöngur tóku
stakkaskiptum. Stjórnirnar á |>ýska]andi höfðu verið tor-
tryggnar og dáðlitlar, en um miðja öldina fjekk almenn-
ingur hlutdeild í stjórn landsmála og hjeraðsmála. j>að var
því svo langt frá, að þjóðinni nægði sama menntun, sem
áður hafði verið, að hún þurfti í raun rjettri að hafa ir.iklu
meiri menntun.
Atvinnuvegir þjóðarinnar stóðu að ýmsu leyti á lágu
stigi; þjóðin hafði fullan huga á, að bæta þá, hefja iðnað,
verslun, landbúnað o. s. fr. En þá stóð menntunarleysi
æskulýðsins meðal annars í vegi, og þess vegna var það,
að atvinnurekar fóru smásaman að heimta aukna menntun.
Bæði fyrir og eptir 1860 sendu menn bænarskrár til
stjórnanna um, að bæta menntun unglinga. Sunnudaga-
skólarnir höfðu starfað að menntun æskulýðsins. en nú
heimtuðu menn meira. Menn gerðu kröfur til þess, að
stofnaðir væru reglulegir unglingaskólar á virkum dögum
með skólaskyldu. Arið 1870 var stofnað fjelag á þ>ýska-
landi til þess, að styðja að aukinni þjóðmenntun. þ>að
barðist vel fyrir stofnun unglingaskóla, og varð mikið ágengt.
Konungsríkið Wúrtemberg hefuríflestu gengið á und-
an, að því er snertir menntun unglinga, og því verðum
vjer að ræða um það sjerstaklega.
Um miðja 19. öld var þar uppi maður sá, sem
Steinbeis hjet. Árið 1848 var þar stofnað verslunar- og