Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 122
122
Páll Briem.
gjöra verkamönnum yngri en 18 ára að skyldu, að ganga
í unglingaskóla. Með lögum 1. júní 1891 voru sett nán-
ari ákvæði um þetta efni, og var þar ákveðið, að vanræksla
á skólaskyldu skyldi sæta sektum eða jafnvel fangelsi.
I sumum ríkjum gilda þessi samþykktarlög eingöngu.
^>etta á sjer stað í Prússlandi, en þess má geta, að menn
hafa allvíða neytt þeirra, og skyldað unglinga til þess að
ganga í skóla með samþykktum. Sjerstaklega hafamarg-
ar samþykktir verið settar í þessa átt á síðari árum, og
fjölgar tala þeirra með hverju ári. Á þennan hátt hafa
unglingar verið skyldaðir til að ganga á skóla í Hamhorg
Halle, Breslau og Magdeburg og mörgum fleiri borgum.
Víða eru unglingar þó eigi skyldir til að ganga í skóla,
en unglingamenntun er þar,samt einnig víða mjög mikil.
fannig eru unglingar í Berlín eigi skyldir að ganga í
skóla, en þó voru þar samkvæmt síðustu skýrslum frá 1899
36039 unglingar í skólurn, eða liðlega 40 unglingar fyrir
hverja 1000 íbúa í borginni.
I ýmsum ríkjum hafa menn gengið lengra. og
skyldað unglinga til þess, að ganga á skóla, með sjer-
stökum lögum.
Eins og áður er sagt, voru unglingaskólar í Wúrtem-
berg ákveðnir með lögum fyrir 1870, en síðan liafa þeir
verið ákveðnir með lögum í Saxlandi árið 1873, í Baden,
Hessen, Weimar og Koburg 1874, Meiningen 1875, Sond-
ershausen 1876 og Gotlia 1897.
Til þess að gefa hugmynd um það, hversu unglinga-
skólarnir eru farnir að hafa afarmikil áhrif í þjóðlífl jpjóð-
verja, vil jeg setja hjer skýrslu um tölu skólanna, tölu
unglinga á skólunum og svo mannfjölda: