Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 123
Menntun barna og unglinga.
123
Fólksfjöldi. Unglingaskól. Nemendur.
1. Prússland 31,855,123 2977 214,560
2. Bayern 5,818,544 803 51,594»)
3. Saxland 3,783,014 2170 107,376
4. Wúrtemberg 2.080,898 4420 104,128
5. Baden 1,725,470 1901 60,816
6. Elsass-Lothringen 1,640,986 96 5,685
7. Hinir hlutar ríkisins 5,368,608 2437 79,953
Samtals 52,272,643 14,804 624,112
í>vi miður hef jeg ekki getað fengið upplýsingar um
fjárframlögur til skólanna, enda munu þær ekki vera á
reiðum höndum. þetta stafar af því, að unglingaskól-
arnir á fýskalandi eru í heild sinni bæði ungir og á
miklu þroskaskeiði. j>að sjest vel, hversu framfarirnar
eru stórfenglegar, á því, hversu tillögurnar úr ríkissjóði
Prússlands til iðnaðarmannaskólanna hafa aukist á síðustu
tíu árum. Árið 1889 voru þær Vj3 milj. kr., en árið
1900 voru þær um 5 milj. króna. Eíkin veita styrk til
unglingaskólanna, en meiri hluti kostnaðarins er greiddur
af sveitum og bæjum. Annars má geta þess, að kostnað-
urinn er tiltölulega mjög lítill, því að kennarar við ung-
lingaskólana eru að jafnaði baruakennarar, og þá fá þeir
að eins borgun fyrir tímakennslu. Unglingaskólarnir hafa
að jafnaði eigi sjerstök skólahús, heldur fer kennslan fram
1) Ejer eru taldir iðimSarskólar, framhaldsskólar o. sv. frv., cn
sunnudagaskólarnir eru ekki taldir, af því að skólaskylda
barna í Bayern neer ekki nema til 13 ára aldurs, og því má
telja, að sunnudagafræðslan komi í staðinn fyrir kennslu
barna á 14. ári. Áiið 1895—96 voru í sunnudagaskólum í
Bayern 127,317 piltar og 162,687 stúlkur eða alls 290,004
unglingar.