Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 124
124
Páll Briem.
í barnaskólunum. Á þennan liátt er reynt að spara til
skólanna eptir mætti. En samt er þó á stöku stað farið
að byggja sjerstök hús fyrir unglingaskólana.
þ>að má segja, að umhyggjan fyrir menntun unglinga
hafi fyrst verulega byrjað á J>ýskalandi fyrir liðugum 20
árum, og þess vegna er unglingamenntunin þar á mjög
misjöfnu stigi, og þess vegna er og talsverður mismunur
á menntun pilta og st.úlkna, sjerstaklega eru piltar víða
skyldir að ganga í unglingaskóla, þar sem stúlkur eru ekki
skyldaðar til þess.
I Bayern eru stúlkur skyldaðar til að ganga í sunnu-
dagaskólana til 18 ára ahlurs. í Baden eiga þær að ganga
eitt ár í unglingaskóla samkvæmt lögum 18. febr. 1874.
1 Wúrtemberg eru stúlkur einnig skyldaðar til þess að
ganga í unglingaskóla samkvæmt lögum 22. mars 1895.
I ýmsuin öðrum ríkjum hafa menn heimild til þess, að
gjöra samþykktir um skólaskyldu ungra stúlkna, en þessi
heimild hefur hingað til verið lítið notuð.
Wúrtemberg er komið einna lengst áleiðis, að því er
snertir menntun unglinga, og því viljum vjer athuga þetta
dálítið nánar, til þess að sjá, hvernig henni er háttað.
Hin núgildandi lög eru frá 22. marz 1895. far segir
meðal annars svo:
Framhald þjóðskólanna (barnaskólanna) eru hinir al-
mennu unglingaskólar og sunnudagaskólarnir (1. gr.).
Almenna unglingaskóla fyrir unglingsdrengi, ergengið
hafa í barnaskóla, skal setja á fót í öllum skólahjeruðum.
J>essir drengir eru skyldir að ganga í unglingaskólana í
tvö ár, nema því að eins að þeir fari í æðri skóla, iðn-
aðarskóla eða afii sjer fullnægjandi menntunar á annan
hátt (2. gr.)