Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 126
Páll Briem.
12G
nauðsynleg, í liverri lífsstöðu sem hann er, en að ung-
lingaskólarnir veiti unglingunum sjermenntun, sem þeim
er nauðsynleg hverjum fyrir sig. J>að er krafan, að hver
unglingur fái fræðslu, sem byggð sje á vísindalegri vissu,
um þau störf, sem hann á að leysa af hendi í daglegu
lífi. f>að á að veita hverjum manni vísindalega skýringu,
hvers vegna hann á að vinna verk sín vel og samvisku-
samlega, eða með öðrum orðum, vísindalegan grundvöll að
störfum hans. f>að er þetta, sem þjóðverjar eru nú að
kenna öðrum siðmenningarþjóðum heimsins, og þeir sann-
færa þær ekki með skynsamlegum fortölum, því að þegar
menn eiga að sýna sjálfsafneitun eða leggja á sig byrðar,
þá láta menn næsta sjaldan leiða sig með skynsamlegum
fortölum. Nei. þjóðverjar gjöra meira. J>eir sýna, að
verslun, iðnaður og þjóðvelmegun blómgast hjá sjer, ekki
að eins þrátt fyrir auknar álögur til menntamála, heldur
beint af því, að þjóðin stendur á háu menntunarstigi.
f>jóðverjar gjöra þetta. En þó má enginn ætla, að
þeir sjeu allir á eitt mál sáttir. Unglingamenntunin hef-
ur ekki fengist og mun ekki fást nema fyrir örugga fram-
göngu margra manna. f>að standa margir á móti; verk-
smiðjueigendur, stóreignamenn og aðrir, sem eiga að leggja
mest fjeð fram, eru opt á móti. Fulltrúar þjóðarinnar eru
einnig mjög tregir til, að veita fje til unglingaskólanna.
En stjórnirnar styðja að unglingamenntuninni, og það er
ákaflega mikill styrkur fyrir alla þá, sem unna menntun
unglinganna. Eorvígismenn málsins halda fundi, þeir
halda fyrirlestra, þeir gefa út bækur og blöð um nauðsyn
unglingamenntunarinnar, en mótstöðumennirnir þora ekki
aö færa ástæður fýrir framkomu sinni, og þá sjaldan þeir
gjöra það, þá virðist það ekki verða þeim til sóma.