Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 131
Menntun barna og unglinga.
131
lendinga, sem einkum veitti Englendingum yfirtökin, og
því sagði Wellington hershöfðingi, sem sigraði Napoleon
við Waterloo, þegar hann stóð á völiunum við háskólann
í Eton: »það var hjerna, sem sigurinn við Waterloo var
unninn.n
Menntuninni á Englandi var misskipt, og það er sú
rjetta og sanna orsök til þess, að auðnum liefur einnig
verið misskipt. En vjer skulum snúa huga vorum að
menntamálinu.
Eins og kunnugt er, ijet Hinrik konungur 8. í reiði
sinni við páfa leysa ensku kirkjuna undan yfirráðum hans,
en honum var engu betur við Lúter. f>ess vegna var það
eðlilegt, að kröfur Lúters urn aukna menntun almennings
fengu litla áheyrn í Englandi. liíldð ijet menntamáiið
afskiptalítið. Menntun Englendinga er miklu fremur að
þakka einstökum mönnum. peir gáfu stórfje til skóla, en
skóiarnir voru flestir háskólar eða æðri skólar; menntun
almennings varð þó eigi alveg út undan. Sjerstaklega
fundu menn til þess, að nauðsynlegt var, að auka þekk-
ingu æskulýðsins í kristnum fræðum. Um sömu mundir,
sem pietistarnir komu fram á þýskalandi, var stofnað fje-
lag á Englandi (1G98) til þess, að efla þekkingu í kristn-
um fræðum.
J>etta fjelag stofnaði skóla hundruðum saman á Eng-
landi, sem voru svipaðir skólum pietista. Ýmsir fleiri
stofnuðu líka skóia á Englandi á 18. öld. þessum skól-
um var baldið uppi með gjöfum, en ríkið ijet þá afskipta-
lausa. Leið svo fram undir lok 18. aldar. f>á var uppi
bókbindari á Englandi (fæddur 1735) að nafni Robert
Raikes. Hann sýndi fram á, að menntunarástand almenn-
ings var mjög bágborið. Hann vildi bæta úr þessu með
9*