Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 132
132
Páll Briem.
sunnudagaskólum, og stofnaði sjálfur skóla árið 1784.
þetta var ódýrt fj'rir alla þá, er hlut áttu að máli, og
því átti þetta mjög vel við menn. Sunnudagaskólar voru
stofnaðir um allt England, og hafa í þeim verið fræddar
miljónir barna, sem annars hefðu litla eða enga fræðslu
fengið.
Skömmu síðar byrjuðu Englendingar á öðrum skól-
um, sem einnig voru ódýrir. f>eir áttu einnig mjög vel
við menn.
Maður nokkur að nafni Lancaster byrjaði skóla í
Lundúnum 1798 með 100 börnum. Hann kenndi efni-
legustu börnunum í skólanum, svo að þau gátu kennt
hinum börnunum, en sjálfur bafði bann umsjón með
kennslunni. Hann kom barnafjöldanum upp í 1000, og
Ijet efnilegustu börnin kenna hinum, en stjórnaði sjálfur
kennslunni. Englendingar þóttust hafa himin hondum
tekið, því að á þennan hátt mátti halda uppi kennslu
fyrir nærri ekkert. Um allt England voru stofnaðir skól-
ar eptir fyrirsögn Lancasters. En Lancaster var af kvek-
araliokki, og því leið ekki á löngu, áður menn uggðu, að
ríkiskirkjunni mundi stafa hætta af skólum lians. Hófst
þá hinn harðasti bardagi um land allt. Ríkiskirkjan tók
sig út úr með sína skóla. Maður að nafni Bell hafði
byrjað skóla á Indlandi með samskonar fyrirkomulagi sem
Lancaster, og varð hann aðalskólamaður ríkiskirkjumanna.
Bell sagði: »Látið mig fá tuttugu og fjögur börn í dag,
þá skal jeg láta yður fá tuttugu og fjóra kennara á
morgun.ii
Lancastersmenn stofnuðu fjelag (The British and
Foreign School Society) 1808, en ríkiskirkjumenn stofn-
uðu og fjelag (National School Societv) 1811, og hjoldu þau