Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 133
Menntun barna og unglinga.
133
uppi skólum svo þúsundum skipti. |>essum skólum var
að miklu leyti haldið uppi með samskotum. þannig gaf
Bell liðugar 2 milj. kr. (L. 120,000) til skóla sinna, og
má segja það, að engin þjóð liafi gefið jafn mikið íje til
menntunar alþýðu eins og Englendingar. þ>á voru og
stofnuð mörg fjelög til þess, að veita mönnum kost á ó-
dýrum alþýðubókum, og margir rithöfundar rituðu um
nauðsyn góðrar alþýðumenntunar.
Á hinn bóginn voru og margir andvígir allri alþýðu-
menntun. Lávarðarnir í efri málstofunni voru þar fremst-
ir í flokki. Arið 1807 var samþykkt í neðri málstofunni
lagafrumvarp þess efnis, að setja mætti skóla í hverri sókn
og jafna niður gjöldum til þeirra. En þetta frumvarp
mætti miklum andmælum í efri málstofunni. Aðaland-
mælin gegn frumvarpinu voru þessi: Kostnaðurinn við
skóiana verður fjarskalega mikill og óútreiknanlegur. Kenn-
arar við skólana geta tæplega fengist. Trúnni er hætta
búin, ef skólarnir verða teknir undan stjórn klerkanna.
Einn af þingmönnum í efri málstofunni komst þá svo að
orði um frumvarpið: »I>essi uppást.unga, að mennta fá-
tæka verkmenn, er glæsileg hugmynd, en í reyndinnimun
það sýna sig, að þetta verður til tjóns fvrir siðgæði þeirra
og velferð. [>að mundi kenna þeim að fyrirlíta hlutskipti
sitt í lífinu. í stað þess að gjöra þá góða verkamenn við
jarðyrkjustörf og aðra líkamlega vinnu, sem þeir eiga að
leysa af hendi samkvæmt stöðu sinni í mannfjelaginu, í
stað þess að kenna þeim undirgefni, mundi þetta gjöra
þá fulla af óróa og þrjósku. [>etta mundi gera þá færa
um að lesa uppreisnarritlinga, siðspillandi bækur og van-
trúarrit. f>etta mundi gjöra þá ósvífna gagnvart yfir-
mönnum sínum, og afleiðingin mundi verða sú, að lög-