Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 134
134
Páll Briem.
gjafarvaldið mundi innan fárra ára neyðast til, að setja
miklu strangari lög gegn þeim, en nú eru í gildi.«
fetta álit bafði þessi þingmaður á menntuninni, og
hið sama var að segja um ineiri liluta lávarðanna, enda
fjell frumvarpið í efri málstofunni.
Árið 1820 var enn borið upp frumvarp til laga í þá
átt, að bæta menntun alþýðunnar, en þá hjeldu fríkirkju-
menn, að ríkiskirkjumenn myndu verða ráðandi við slcól-
ana, og urðu þá báðir flokkar á möti, svo að frumvarpið
var tekið aptur.
Nú þótti það einsætt, að þingið mundi ekki sam-
þykkja lög um menntun alþýðunnar, og því fóru menn að
hugsa um að hafa brögð í tafli. Fjelögin, sem áður eru
nefnd, áttu sjerstaklega erfitt með að fá nægileg samskot
til þess að byggja skólahús, og því vildi stjórnin styðja
þau að þessu leyti, en þá mátti ekki leggja fjárveitinguna
undir efri málstofuna. Fyrir því tók stjórnin það ráð, að
kalla fjárveitinguna fjárauka, f>á gat neðri málstofan veitt
þetta ein. Á þennan hátt fjekk stjórnin 360,000 kr.
fjárveitingu til skólahúsa.
fetta var árið 1833. Fjárveitingin sætti miklum
andmælum í neðri deild. ’)
Til þess að gjöra ölium trúarflokkum jafnt undir höfði,
var fjenu skipt milli ríkiskirkjufje'lagsins og fríkirkjufje-
1) Meðal annars sagöi pá cinn pingmaður: „Takið tvo menn,
annar getur plægt, gjört girðingar og verið góður fjármað-
ur, hinn getur plægt og lesið, og mun hinn fyrri reynast
betur.“ f>essi þingmaður var rithöfundur, og samdi ritgjörð-
ir fyrir blað handa fátækum mönnum. Hann var því spurð-
ur um það, því hann gerði þetta, úr því að hann áliti, að
lesturinn væri skaðlegur.