Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 139
Menntun barna og unglinga.
139
ir, sem skyldu leggja skatt á menti, til þess að byggja
skóla og halda þeim uppi. þegar svo var komið, máttu
skólanefndirnar gjöra samþykktir um skólaskyldu barna.
Ríkiskirkjn- og fríkirkjufjelögin álitu, að skólanefnd-
irnar myndu ná öllum skólunum undir sig, því að þær
gátu lagt skatt á menn, þar sem fjelögin urðu að treysta
á samskot einstakra manna; hjetu þau því á menn, að
veita sjer styrk. A fáum árum urðu samskot þeirra yfir
50 milj. kr., og stofnuðu þeir marga nýja skóla og bættu
þá, sem fyrir voru.
í annan stað voru skólanefndarmenn eigi iðjulausir;
þeir settu skólanefndir þar, sem þeir gátu, og gjörðu sam-
þykktir um skólaskyldu barna. Sjerstaklega voru skóla-
nefndir settar í nálega öllum stórborgum. Af 24 milj.
manna, sem árið 1876 voru á Englandi, var skólaskylda
komin á hjá 131 2 miljón manna, en hjá ll1/^ miljón
manna var engin skólaskylda. Fyrir því var ákveðið með
lögum 1876, að allir foreldrar skyldu vera skyldir, að láta
börn sín fá fræðslu í lestri, skript og reikningi. J>ar, sem
eigi voru skólanefndir, átti að velja skólagæslunefndir, og
áttu þær að sjá um, að lögunum væri hlýtt. þær máttu
og setja samþykktir um skólaskyldu barna.
Ivieð lögum 1880 voru nefndirnar skyldaðar til þess,
að gjöra samþykktir um skólaskyldu, og má þá heita, að
skólaskytda væri lögteidd um allt England. Börn áttu
að ganga í skóla frá 5—14 ára aldurs, en eptir atvikum
mátti fá leyfi til að taka börn úr skóla, þegar þau voru
10 ára. Síðar var þetta bundið við 11 ára aldur. Loks
var bannað með tögum 1899 að leyfa að taka börn úr
skóla, fyrri en þau væru fullra 12ára. Verksmiðjueigend-