Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 141
Menntun barna og uuglinga.
141
í ríkiskirkjuskólunum, en þau eru ekki kennd í skólum
skólanefndanna eða í fríkirkjuskólunum; þar er vani að
lesa upp einhverjar greinar úr bihlíunni og skýra þær fyrir
börnunum. ‘)
Kennslumálaráðanevtið setur reglugjörð um skólana á
hverju áriv og má það gjöra breytingar á eldri reglugjörð-
um, en |iær haf'a fyrst gildi, eptir að reglugjörðin hefur leg-
ið frammi í efri og neðri málstofunni í heilan mánuð, án
þess að málstofurnar hafi fundið ástæðu til þess að taka í
strenginn. í þessum reglugjörðum setur ráðaneytið ná-
kvæm skilyrði fyrir fjárveitingum til skólannaí heild sinni,
skólarnir fá styrk, sem er nákvæmlega miðaður við barna-
fjölda og og námsgreinir. En nálega allir uppeldisfræð-
ingar á Englandi eru orðnir andvígir fjárveitingaraðferð
þessari. Arið 1897 var loksins með öllu hætt, að miða
fjárveitinguna við framkvæmdir, er kæmu fram í prófi,
og sama árið vorn sett lög um að veita fátækum sveitum
sjerstaka fjárhæð til skóla sinna.
Árið 1870 varð þörf á miklu fleiri kennurum en áð-
ur. þ>á voru prófaðir kennarar liðlega 12 þús., en árið
1898 voru þeir orðnir um 60 þús., um 1870 voru aðstoð-
arkennarar um 1200, og kennslukonur 'engar. En nú eru
þessir kennarar og kennslukonurnar yfir 40 þús. Börn, sem
1) Kristin fræði eru einkum kennd í sunnudagaskólunum; í þá
gengur mikill fjöldi barna. Skólunum er einkum haldið
uppi af kirkjufjelögunum. pannig ganga 2 milj. barna í
sunnudagaskóla ríkiskirkjunnar. Alls ganga um 5 milj. nem-
enda á Bnglandi í sunnudagaskólana á ári, og er af þeim
1 miljón nemendur eldii en 14 ára; eru sunnudagaskólarnir
því bæði fyrir börn og unglinga. Kennararnir við suimu-
dagaskólana taka engin lauu og eru um 600,000 að tölu
(Nostitz, bls. 138).