Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 144
144
Páll Briem.
stórkostlegar. Börn í barnaskólum eru nú nálega fer-
falt fleiri en 1870, og til kennslu hvers barns er varið
nálega heliningi hærri upphæð.
Englendingar gjöra margt fleira til þess að mennta
alþýðu: með alþýðlegri háskólakennslu, fyrirlestrum og
síðast en ekki síst bókasöfnum fyrir almenning, en um
þetta skal eigi ræða hjer. Til þess að fyrirbyggja mis-
skilning, vil jeg minna á það, að umhyggja ríkisins fyrir
menntun barna og unglinga er svo ung, að það er enn
margt eldra fólk á Englandi, sem er illa menntað, og þó
að meiri hluti þjóðarinnar sje farinn að sjá nauðsyn og
nytsemi menntunatinnar, þá er samt fjöldi manna, sem
á mjög illt með að sætta sig við hinar stórkostlegu fjár-
framlögur af almannafje til menntunarinnar. Eins og jeg
gat. um í innganginunt, eru útgjöldin til barna- og ung-
lingamenntunar í Lundúnum nú á ári 12—13 kr. á mann.
Ýmsum, sem jeg talaði við í Lundúnum í fyrra vetur, var
mjög illa við þessar fjárframlögur, en sjerstaklega er ýms-
um verksmiðjueigendum illa við hina vaxandi skólaskyldu,
og sama er að segja um bændur í sveitum. Af þessu
stafar meðal annars, að foreldrar láta börn vanrækja skóla
miklu meira en þjóðverjar, og er erfitt að fá lögunum
hlýtt á ýmsum stöðum. En þessir andstæðingar alþýðu-
menntunarinnar fara stöðugt fækkandi, og margir heimta
stöðugt meiri og meiri umbætur.
Að endingu vil jeg taka hjer upp ummæli úr inn-
gangi að bók um menntamálið eptir rithöfundinn Graham
Balfour, sem hljóðar þannig:
»Menntun þjóðarinnar er, eins og allt annað, sem
veit mannlegu lífi til þrifa, í raun og veru komin undir
því fje, sem lagt er fram til að efla hana. En sjerhver