Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 145
Menntun barna og unglinga.
145
umbót, sem gjörð er á menntun þjóðarinnar, hofur í för
með sjer nýjar kröfur til ríkissjóðsins. Stóra Bretland
(England og Skotland) byrjaði 1833 með því að veita úr
ríkissjóði 360,000 kr., 1860 var fjárveitingin orðin lé'/g
milj. kr., en árið 1S97 var fjeð, sem veitt var til mennt-
unar börnum og unglingum á Englandi með Wales út af
fyrir sig um 164 milj. króna, og þar að auki voru nærri
því 90 milj. kr. groiddar af útsvörum manna í sama
augnamiði.
fað er talið, að á næstu 25 árum, eptir að lögin um
menutun barna og unglinga gengu í gildi (1870), haii allt
fje, sem varið var til menntunar samkvæmt þeim á Eng-
landi og Wales, hvort sem það var almanna fje eða ein-
menna, verið um 5000 miljónir króna. Gagnfræðsla og
iðnaðarfræðsla kostar liðlega 27 milj. króna á ári, sem
fást að mestu ieyti af gjafasjóðum og útsvörum. Háskól-
arnir kosta liðugar 18 milj. kr. á ári. Kostnaðurinn við
menntunina á Stóra Bretlandi og írlandi er, livort sem
hann fæst af almannafje, gjafasjóðum eða á annan hátt,
fullar 363 milj. króna á ári.
Hversu miklu fje viljum vjer verja til þessa? Hve
miklu fje eigum vjer að verja? Hve miklu fje er rjett
að verja til þjóðmenntunar vorrrar? Jeg get ekki ætlað,
að nokkur maður, sem les þetta rit mitt eða rekur rás
viðburðanna, muni hika við að gjöra þá ályktun, að mennt-
unarkostnaðurinn muni fara talsvert fram úr 363 milj.
króna á árix.1)
1) The educational system, bls. XXXIV.
Lögfræðingur. V. 1901.
10