Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 148
148
Páll Briem.
f>að lig'gur eigi fyrir, að skýra frá framkvæmdum
Harboes, að því er snertir hinn lærða skóla eða kirkju-
málin. Hjer skulu að eins athugaðar endurbætur hans á
fræðslu barna og menntun æskulýðsins, en auðvitað standa
þær í nánasta sambandi við trúarmálin. Ludvig Harboe
var einn af ágætismönnum pietista. Hann fann, að
menntun almennings var lífsskilyrði sannrar guðhræðslu,
og það má setja sem einkunnarorð um endurbætur hans
á menntun almennings: »Látið lýðinn læra að þekkja
guðsorð.«
f>egar Harboe kom hingað til lands, var menntunar-
ástandi almennings þannig varið, að fjöldi manna var ó-
læs, og voru mörg heimili þannig, að enginn var þar læs.
Hjer á landi er opt ekki messað nema þriðja hvern sunnu-
dag í kirkjum, og fyrir vegalengdir, illviðri og kulda á
vetrum getur fólk ekki farið til kirkju marga sunnudaga
í árinu. |>egar enginn er læs á heimilum hjer á landi,
þá er auðsætt, að menn geta ekki haft húslestra o. s. fr.
Að því er snerti almenna menntun, heimtaði Harboe, að
menn lærðu að lesa. Markið er ekki hátt. En hann
lagði allt kapp á, að því yrði náð, og skulum vjer nú at-
liuga tilskipanir þær, sem Harboe var höfundur að og sem
voru lögleiddar hjer á landi að undirlagi hans. Eptir að
Harboe hafði verið hjer á landi 3 ár, komu út ýmsar til-
skipanir um þetta efni.
Með konungsbrjefum 39. maí 1744 var barnaferm-
ingin lögákveðin um land allt, og með tilskipun s. d. um
barnaspurningar var skipað að hafa barnalærdómsbók Pon-
toppidans við uppfræðslu barna. Með þessu komst fast
sldpulag á fræðslu barna í kristnum fræðum. í tilskip-
uninni (4. gr.) var prestum boðið að láta sjer eigi nægja,