Lögfræðingur - 01.01.1901, Qupperneq 150
150
Páll Briem.
inn var læs. 1 17. gr. var kveðið svo á, að foreldrar,
sem eigi væru öreigar, en væru ólæs, skyldu vera skyldir
til að taka vinnumann eða vinnukonu, sem kynni að lesa,
til þess að kenna börnum sínum lestur. Að öðrum kosti
áttu þau að koma börnunum fyrir, þar sem þau lærðu að
lesa. Ef foreldrar vanræktu þetta, áttu þeir að sæta sekt-
um, og var lagt fyrir presta, meðhjálpara, hreppstjóra og
sýslumenn að liafa gætur á þessu. Ef foreldrar voru ör-
eigar, og börnum var eigi kenndur lestur eða kristin fræði
af foreldrunum, átti að leggja fje fram til þessa af sveit-
arsjóði.
Presturinn átti að húsvitja að minnsta kosti tvisvar
á ári (1. gr.). Hann átti að spyrja bæði börn og vinnu-
hjú, og hann átti að athuga, hverjar bækur væru á heim-
ilinu. Ef engar bækur voru til á því, þá gat presturinn
skipað húsbóndanum að kaupa þær bækur, sein hann til-
tók, og ef menn óhlýðnuðust, þá urðu menn að gjalda
sektir og borga bækurnar engu að síður (16. gr.).
í tilskipun um húsaga 3. júní 1746 var ákveðið, að
menn skyldu hafa daglega húslestra á hverju heimili, þar
sem einhver maður var læs, en ef allir voru ólæsir á heim-
ilinu, áttu menn að fara til húslestra á næstu bæi, eptir
því sem kostur var á (5. gr.).
Loks var að undirlagi Harboes lögleitt erindisbrjef
fyrir biskupa 1. júlí 1746; var biskupum þar boðið að
sjá um, að ailir foreldrar, sem hefðu efni á því, ijetu kenna
börnum sínum, og ef þeir vanræktu þetta, þá átti biskup
að sjá um, að þeir sættu ábyrgð fyrir (33. gr.); ef foreldr-
ar voru bláfátækir, þá áttu biskupar að bera hina mestu
umhyggju fyrir því, að börnunum yrði kennt (32. gr.).
í erindisbrjefinu var ákveðið, að prenta skyldi biblí-