Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 152
152
Páll Briem.
skipanir Harboes um uppfræðslu barna hjer á landi, því
að það er beinlínis þeim að þakka, að íslensk alþýða var
í byrjun 19. aldar og jafnvel fram undir miðja öldina hjer
um bil eins menntuð og alþýða manna í nágrannalönd-
unum, og að lestrarkunnátta var bjer á landi jafnvel betri.
Harboe má því telja einhvern mesta velgjörðamann
þessa lands.
Pietistahreifingin hafði það ennfremur í för með sjer,
að Jón þorkelsson skólameistari gaf eigur sínar til barna-
skóla í Gulibringusýslu. Sjóður sá, sem hann stofnaði, er
nú nálega 70,000 kr., og hefur hann gjört stórmikið gagn.
peir feðgar Finnur Jónsson og Hannes sonur hans,
er voru biskupar í Skálholti 1754 til 1796, fyigdu tilskip-
unum Harboes fram með miklum dugnaði, og Ijet Hann-
es biskup tvo presta verða fyrir háum fjársektum fyrir að
ferma ólæs börn.1) fetta var árið 1790, og sama ár, 2.
júlí, kom að undirlagi Hannesar biskups konungsbrjef um
iestur barna og fræðslu þeirra.
I brjefi þessu eru sett nákvæm fyrirmæli um lestur
barna, en að öðru leyti er þar alveg byggt á tilskipunum
Harboes, og haldið þar fram hinum sömu grundvallará-
kvæðum.
þessi tilskipun á því miklu skyldara við pietistahreif-
inguna, heldur en uppfræðslutímann, þó að hann væri þá
þegar fyrir löngu hafinn í Danmörku.
þ>að var fyrst. árið 1799, að verulega varð vart við
uppfræðslutímann í barnauppfræðslumálum á íslandi. Hinn
12. des. 1799 voru þeir Stefán Thorarensen, amtmaður í
Norður- og Austuramtinu, J. Kr. Wibe, amtmaður í Vest-
1) Lovsaml. f. Island. V. 095.