Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 153
Menntun barna og ungliuga.
153
uramtinu, Magnús Stephensen, er þá var lögmaður, og
Grímur Thorkelín, skjalavörður, skipaðir í nefnd til þess
meðal annars, að gjöra tillögur um skólamál á íslandi.
Sama árið var skólanefndin í Danmörku búin að
semja lagafrumvarp sitt um sveitaskóla, og hefur stjórn-
inni þá eigi þótt hlýða, að láta Island verða alveg útund-
an. Fyrir því segir konungur í upphafi skipunarbrjefsins,
að það sje hans innilegasta ósk, að efla heill og sanna
menntun meðal allra þegna sinna, og sje þar umhyggju
konungs engin önnur takmörk sett en endimörk ríkisins.
þessi nefnd varð landinu til lítils gagns, að því er
snerti fræðslu barna. Nefndin skiptist í tvennt. Grímur
Thorkelín og Stefán Thorarensen lögðu til, að einn skóli
væri stofnaður í hverri sýslu landsins, og skyldu þar 5
drengir og 5 stúlkur fá ókeypis kennslu og fæði.
peir Magnús Stephensen og Wibe lögðu til, að lat-
ínuskólinn yrði fluttur til líeykjavíkur, biskupsdæmin sam-
einuð, jarðeignir biskupsstólanna seldar, að barnaskóli
yrði settur í Reykjavík, að kjör presta yrðu bætt, að þeir
skyldu veita börnum kennslu, og loks að umferðakennarar
yrðu skipaðir til þess, að veita sveitabörnum fræðslu í
skript og reikningi.1)
Stjórnin kvaðst miklu fremur aðliyllast tillögur þeirra
Stephensens, og gjörði þegar ráðstafanir til þess að sam-
eina biskupsembættin, leggja niður Hólaskóla og selja
stólsjarðirnar (sjá Cansellíbrjef 13. okt. 1801). En þegar
þetta var komið í kring, þá voru tillögur Stephensens og
Wibes um aukna fræðslu barna gleymdar. f>að var fyrst
árið 1830, að hinn fyrsti barnaskóli í landinu var stofn-
1) Sjá Lovsaml. f. Isl. VI. 414 og 532—534.