Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 154
154
Páll Biiem.
aður í fieykjavíb, og það liðu jafnvel 80—90 ár, þangað
til að farið væri að hugsa um, að nauðsyn bæri til, að
kenna börnum skript og reikning og að hafa umferða-
kennara.
Uppfræðslutíminn varð í Danmörku bið markverð-
asta tímabil, að því er snerti menntun barna, en Islend-
ingar stóðu á svo lágu stigi í byrjun 19. aldar, að upp-
fræðslutím'nn varð menntun barna miklu fremur til ó-
gagns, og í raun rjettri kippti þessi tími einni máttarstoð
barnafræðslunnar að miklu leyti burtu.
þ>að er kunnugt, að öll lög verða sem dauður bók-
stafur, ef þeim er eigi framfylgt. Ef lög eiga að koma
að gagni, þarf öruggt eptirlit; í tilskipunum Harboes var
beinlínis byggt á eptirliti biskupanna, en þegar biskups-
embættin voru sameinuð, varð þetta eptirlit mjög veiklað.
Uar sem Iandið varð eitt biskupsdæmi, fengu biskup-
ar miklu meiri kirkjuleg störf en áður. þ>eir gátu því
ekki sinnt fræðslu barna nema af skornum skammti. Vísi-
tatíur þeirra urðu svo sjaldgæfar, að eptirlit biskupa með
fræðslu barna í hjeruðum varð nálega alveg þýðingarlaust.
Eptir að alþingi var stofnað, hafa biskupar setið á alþingi.
Við það urðu vísitatíur biskupa enn þá sjaldgæfari og
eptirlitið enn minna.
Á þessari öld hefur það og orðið menntun alþýðu
nokkuð til hnekkis, að prestaköllum hefur verið fækkað að
miklum mun. Á dögum Harboes voru 187 prestaköll í
landinu, en nú eru þau að eins 141. þ>að eru því iniklu
færri prestar nú, og því geta þeir ekki sinnt heimilis-
fræðslunni eins og áður.
þá befur einnig fallið um koll ein máttarstoð barna-
fræðslunnar síðan á dögum Harboes, og er það trúarskylda