Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 155
Menntun barna og ungliuga.
155
manna. f>á var trúarskylda, en nú er trúfrelsi. pá var
skylda að kenna börnum kristin fræði, en nú geta for-
eldrar látið það vera. fá var skylda að hafa húslestra,
en nú geta menn verið heiðingjar. |>að er enda svo, að
þegar biskupinn visitjerar, þá kemur að eins lítill hluti af
börnum til spurninga, og mjög sjaldan þau börn, sem eru
illa uppfrædd.
þ>etta sýnir, að máttarstoðirnar, sem áttu að bera
uppi barnafræðsluna, eru orðnar næsta veikar og mátt-
vana, en þó er enn byggt ofan á þær, eins og ekkert
væri að.
Eins og áður er tekið fram, var lestrarkunnáíta orð-
in almenn í byrjun 19. aldar, en að öðru leyti var þjóð-
in lítt menntuð, enda hugsuðu fáir um nauðsyn mennt-
unarinnar. fað er eins dæmi um Magnús Stephensen og
Wibe, er þeir álitu, að börn ættu almennt að læra skript
og reikning. í byrjun aldarinnar var jafnvel svo, að dætur
embættismanna iærðu eigi að skrifa, og fram undir miðja
19. öld þótti það tíðindum sæta, ef bændasonum var
kennt að reikna.
Um þessar mundir átti menntun barna og unglinga
hjer á landi formælendur fá. Arið 1842 kom út í Nýj-
um fjelagsritum löng ritgjörð um skóla á íslandi, og var
því lialdið þar fram, að barnaskólum yrði ekki komið við
nema á stöku stað, og að fræðsla í foreldrahúsum væri
hin notabesta.') f>að er ekki einu sinni svo, að liöfund-
urinn komist þangað með tærnar, sem Magnús Stephen-
sen hafði hælana löngu áður. En þegar svona er um
hið græna trjeð, hvers er þá að vænta? það er líka svo,
1) Xý fjelagsrit. II. 1842. bls. 148.