Lögfræðingur - 01.01.1901, Qupperneq 156
156
Páll Briem.
að menn hjer á landi hafa almennt ekki komist lengra á
19. öldinni en að þessu sama: Heimilisfræðslan er best,
og barnaskólum verður óvíða komið við.
Að öðru leyti hafa mcnn staðið í þeirri fávíslegu í-
myndun, að íslensk alþýða væri vel menntuð. Fyrir þessa
sorglegu villu manna liefur flest, sem gert hefur verið til
þess að bæta menntun harna og unglinga á umliðinni öld,
verið kák og jafnvel tómur handaþvottur. ]j>að, sem enn-
fremur hefur einkennt 19. öldina í þessu máli, er það, að
stjórnin hefur alveg leitt þetta mál hjá sjer, og þess vegna
hafa ráðstafanirnar á sjer hálfgjörðan ráðleysishlæ, eins og
venjulegt er, þegar þær koma sín úr hverri áttinni.
A fyrri hluta 19. aldar voru engar almennar ráðstaf-
anir gerðar til þess, að efla menntun barna og unglinga,
en á síðasta hluta aldarinrtar hefur sjerstaklega þrennt
verið gjört í þessu efni.
Með lögum 9. jan. 1880 hefur verið ákveðið, að börn
skuli læra skript og reikning, með fjárlögunum hefur
kennarafræðsla verið stofnuð, og loks hefur fje verið veitt
úr landssjóði til fræðslu barna.
Með lögunum frá 1880 er ákveðið, að prestar skuli
auk þeirrar uppfræðsluskyldu, sem þeir hafa, sjá um, að
öll börn, sem eru til þess hæf að áliti prests og meðhjálp-
ara, læri að skrifa og reikna. Ef unglingar á einhverju
heimili njóta eigi fullnægjandi uppfræðingar í þessu efni,
þá á prestur í sameiningu við hreppsnefnd eða bæjarstjórn
að gjöra ráðstöfun til að unglingunurn verði komið fyrir
á öðru heimili, þar sem þeir geta fengið nauðsynlega til-
sögn. I*eir, sem eiga að annast uppeldi unglinganna, eiga
að borga kostnaðinn, og má taka hann lögtaki.
]>að er einkennilegt í þessum lögum, að í annari