Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 159
Meantun barna og unglinga.
159
um, svo aö þeir gætu haldist í landinu. Upphaílega átti
að veita styrkinn eptir tillögum sýslunefnda, og var til-
ætlunin sú, að þetta yrði til þess, að helstu menn í sýsl-
unum færu að sinna menntun barna, en þær hafa ekki
skeytt neitt um þetta mál, og er fje til sveitakennara
nú veitt eptir tillögum stiptsyfirvaldanna.
Með auglýsingum landshöfðingja 10. nóv. 1889 og
29. okt. 1895 hafa verið sett skilyrði fyrir styrkveitingum
til sveitakennara (Stj. tíð. 1889. B. bls. 141 og 1895. B.
bls. 155), og með auglýsingu landshöfðingja 10. nóv. 1889
hafa verið sett skilyrði fyrir styrkveitingu til barnaskóla
(Stj.tíð. 1889. B. bls. 144).
Um framlögur af almannafje verður ekki sagt frekar
en í innganginum. pað eru að vísu komnar út í Stjórn-
artíðindunum 1900 skýrslur um tekjur og gjöld sveitar-
sjóða árin 1895—96 og 1896—97, en bæði þessi ár er
alveg sleppt að geta um kostnað við barnaskóla á Aknr-
eyri, ísafirði og Seyðisfirði. !>að er því ekki nóg með
það, að hjer á landi vantar nálega allar skýrslur um
fræðslu barna og unglinga, sem venjulegar eru í öllum
siðuðum löndum, en við þetta bætist, að þær einu skýrsl-
ur, sem eiga að veita upplýsingar um fjárframlögur til
þessarar fræðslu, eru svo illa úr garði gjörðar, að þær eru
beinlínis rangar.])
Eins og tekið var fram í innganginum, munu fjár-
framlögur af almannafje til menntunar börnum og ung-
lingum vera á ári 40—50 aurar á mann, en í þessu er
1) "það er pannig sagt í Stj. tíð. 1900. C. bls. 218, þar sem bor-
in eru saman útgjiiid sveita og bæja til menntamála, að þau
hafi 1891 verið 13,899 kr., en 1890 hafi þau verið 11,398 kr.
eða 2500 kr. minni, sem nær ekki nokkurri átt.